<$BlogRSDURL$>

föstudagur, ágúst 24, 2007

Blogg segiði....

Latastelpan er orðið sem hefur verið einna helst lýsandi um ástand mitt þetta sumarið en frá og með þessum degi verður breyting á, stelpan komin með vinnu og farin að lögfræðast í banka. Fyrsti dagurinn í vinnunni í dag og var hann rólegur og fínn en grunar mig samt að það sé bara lognið á undan storminum, held að ég komi til með að þurfa að hafa mig alla fram til að hafa undan verkefnum, en það er einmitt það sem ég þarf á að halda, var bara ótrúlega heppinn að komast í svona starf ekki með meiri reynslu þannig að það er bara gott mál.

Íslandsferðin var frábær, heldur stutt þó, náði ekki að heimsækja nærri því alla og suma minna en ég ætlaði mér, en svona er þetta maður þakkar bara fyrir að ná að koma aðeins heim. Brúðkaupin voru æðisleg, bæði tvö, veislustjórnin var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir í seinna skiptið en þó engin stórkostleg mistök, helmingurinn stóð sig allavega með prýði. Litli kútur fékk líka fallega nafnið sitt og sem betur fer fékk hann ósköp fallegt íslenskt nafn sem ég þurfti ekki að spurja hvernig ætti að stafsetja.

Þannig að hér er allt í lukkunnar standi svona fyrir utan öfundsýki mína í garð minns heittelskaða sem er að fara til Manchester á sunnudaginn á leik þar sem hann fékk gefins miða ... ég er sko voða ánægð fyrir hans hönd en svona af því að ég er dekurdós þá finnst mér hálfglatað að vera ekki að fara með ... en ég fæ sennilega smá sárabót í október, vonandi allavega, fer þá sennilega til Barcelona á leik þar.

En ætli maður láti þetta ekki duga í bili, vil ekki ofgera mér eftir svona langt hlé...

Later
- Krílið -

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com