<$BlogRSDURL$>

laugardagur, október 28, 2006

Steig niður til heljar... reis á 101. degi aftur upp frá dauða...

Úff ég trúi því hreinlega ekki að ég sé að reyna þetta aftur :0Þ

Eiginlega alveg vonlaust að byrja að blogga aftur eftir svona langan tíma, maður veit hreinlega ekki hvar maður á að byrja, ýmislegt á daga mína drifið síðan síðast, minn heitt elskaði yfirgaf mig, nei hann sparkaði mér ekki, heldur flutti hann bara í annað land... ég vissi að ég væri erfið í sambúð en come on, ojæja ég býst við að það sé kannski best að eiga við mig bara svona í fjarbúð, kíkti í heimsókn til hans í síðustu viku, naut þó ferðarinnar kannski ekki sem skyldi vegna veikinda en auðvitað frábært að hitta gæjann ... verð svo hjá honum í mánuð í nóv/des... fæ þá vonandi smá reynslu á lífið þarna úti fyrst maður stefnir á að reyna að búa þarna jafnvel!!! Já þið heyrðu rétt... íslenska þjóðremban ætlar hugsanlega að láta reyna á að búa í útlöndum... hét því eftir Holland að ég ætlaði hvergi annarsstaðar að búa en á Íslandi en svona hafa sumir mikil áhrif á mann... Reyndar var alls ekki svo slæmt að búa í Hollandi og örugglega ekkert verra að búa í Lúx, ég er bara svo agalega mikil fjölskyldumanneskja og mömmu stelpa að ég á erfitt með að hugsa til þess að vera í meira en naflastrengsfjarlægð frá liðinu. En maður verður samt að fullorðnast einhvern tímann ...

Skólinn er að gera mig geðveika þessa dagana... reyndar er það mér sjálfri að kenna þar sem mér lá svo á að fara að heimsækja kallinn í nóv, setti aðeins of mikla pressu á mig, er að basla við að klára starfsnám hjá LOGOS, sem btw er geggjað skemmtilegt, en ég verð í mestu vandræðum með að klára allt sem ég ætlaði að gera áður en ég fer út, hefði þurft að panta flug viku seinna en ég gerði... en það þýðir lítið að væla... verð bara að setja allt á fullt og sleppa því að sofa í eins og þrjár vikur...

Það gengur víst ekki þá að sitja bara og blogga, (týpískt að maður taki uppá því að byrja að blogga aftur þegar maður hefur engan tíma í það) en já ég er sem sagt ennþá á lífi, eða amk einhverjir dauðakippir hérna í gangi og aldrei að vita hvað þeir standa yfir lengi...

Þar til næst... lifið heil og farið varlega þarna úti

Krílið

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com