<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Dularfulla þokan!!!

Ég hefði ekki trúað því hvað þoka gæti verið máttug. Ég er bara búin að vera brjáluð í skapinu þessa daga sem hafa verið umluktir sótsvartri (meira samt hvítri) þoku. Alveg ótrúlegt. Held reyndar að það hafi eitthvað með umferðarmenningu Íslendinga að gera þegar skyggni er ekki alveg upp á það besta. Ég veit að maður á að fara varlega í umferðinni en come on, það er ekki þörf að keyra á 60 - 70 km/klst það er það sem veldur slysahættu, því óþolinmótt fólk eins og ég vill komast aðeins hraðar en getur ekki tekið fram úr vegna þoku og þá fer fólk að taka óþarfa áhættur, ég var til dæmis næstum búin að drepa mig tvisvar í morgun á leiðinni heim úr skólanum þannig að það er kannski ekki skrítið að ég hafi verið pirruð :D .... Ég fór allavega beint upp í rúm þegar ég kom heim (enda klukkan bara 10:30 og því enn löglegur svefntími að mínu mati) og svaf alveg í tvo tíma og viti menn, það var komin sól og blíða í sveitinni þegar ég vaknaði, stuttermabolsveður og læti bara ... allavega að mínu mati ;o) Þannig að ég tók gleði mína á ný og svo þegar þokan kom aftur í kvöld þá kom góður og gamall vinur sem ég hef ekki hitt lengi og bjargaði alveg kvöldinu, drengur sem hefur tímaskyn af bestu gerð og kemur mér alltaf í gott skap :o)

En að þokunni slepptri þá eru tímarnir bara nokkuð góðir þessa dagana, skólinn reyndar alltaf jafn mikill baggi á mér en ég reyni að þrauka. Vill til að félagslíf skólans er af bestu gerð og má ég til með að koma að þökkum til þeirra er stóðu að árshátíð Lögréttu síðastliðinn fimmtudag. Snilldin ein að öllu leyti, góður matur, brilliant skemmtiatriði, veislustjóri sem kom á óvart, snilldar hljómsveit og heiðursgestir og sérstakir stóðu sig með prýði í ræðuhöldum og þá neyðist ég til, meða trega þó, að hrósa Össuri Skarphéðinssyni sérstaklega fyrir frábæra ræðu, hann má eiga það kallinn að hann kann að kjafta. Ég var samt dauðþreytt eftir erfiðan dag og fór því snemma heim en mjög sátt við kvöldið takk fyrir mig :D

Gleðin hélt áfram á laugardaginn, en þá var hið árlega þorrablót UMF Þrasta haldið, tær snilld að venju og verð ég að segja að maturinn og þá sérstaklega hákarlinn var einstaklega góður þetta árið. Ég gerði hins vegar ekkert af mér, fyrir utan óvenju óhóflega drykkju, var samt mjög hress daginn eftir þannig að það kom ekki að sök, held allavega að ég hafi ekki gert mig að fífli þetta árið, ótrúlegt en satt :D

Eftir svona drykkju "helgi" er líka kominn góður tími til að taka pásu í drykkju og taka sjálfan sig í gegn, allt á fullt í átakinu núna takk fyrir.

En Krílið kveður í bili og biður ykkur að fara varlega því margt leynist í þokunni

Mystery fog surrounds the trees.This is the night of the beloved.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Tóm leti!!!

Er nú ekki farinn að koma tími á vorið.... maður er að verða langþreyttur á þessu slabbógeði... bílarnir ógeðslegir og lítrarnir af rúðupissi hverfa á degi hverjum eða svo til....og manni langar bara að liggja upp í sófa undir teppi og horfa á dvd... En það dugar ekki að væla... þetta eru nokkuð góðir dagar þrátt fyrir að ég sé að drukkna í verkefnavinnu.... gott að eiga góða vini sem hressa mann við ;0) Verst að maður er ekki svo góð vinkona sjálfur... sveik Bryndísi í gær... ætlaði að mæta í afmæli til hennar en var því miður bíllaus.... bíllinn "minn" týndist einhvers staðar á suðurnesjunum og hann kunni ekki að svara í símann sem bílstjórinn hafði skilið eftir í honum. En góðar fréttir bíllinn er kominn í leitirnar og bílstjórinn líka ... bara einum degi of seint. En ég bæti skvízunni það bara upp einhvern tímann... fimmtudagurinn er góður kostur... árshátíð lagadeildarinnar... mikið gaman mikið fjör að öllum líkindum, Krílið keypti sér líka pils í gær í tilefni af því.... spáiði í því... Krílið í pilsi .... það hefur ekki gerst í mörg ár held ég.... finnst ykkur það ekki merkilegt =:0Þ .....Held það sé gúrkutíð í blogskrifum .... bráðum fer þetta að vera stikkorðablogg: ,,vaknaði, fór í skólann, fór á æfingu, hékk í tölvunni, fór að sofa" :D ..... nei ætli maður hætti þá ekki frekar að blogga .... en það fara vonandi að koma spennandi hlutir til að blogga um á næstunni.... árshátíð og þorrablót í vændum og það hlýtur nú að vera hægt að segja eitthvað skemmtilegt um það... ætla því að láta þetta duga í bili enda er man.city - man.utd að fara að byrja .... baráttan um borgina og maður vonar það besta ;0)

Krílið kveður.... Glory glory man.utd

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ofur Krílið!!!

Já nú er Krílið sko komið í allsherjar skveringu. Nú verðar peningar lagðir í útlitið, ekki það að það hafi verið eitthvað slæmt fyrir en betur má ef duga skal .... hef allavega ekki heillað draumaprinsinn hingað til og ef persónuleikinn er ekki að nægja til að heilla fólkið þá verður maður að treysta á útlitið .... nei ég segji nú bara svona... hef nú hingað til fengið ágætis athygli og á slatta af vinum.... er nú bara aðallega að gera þetta fyrir sjálfa mig.... væri fínt að losna við aumingjaskapinn..... ekki sniðugt að vera bakveikur á "unglings" aldri ;) En Krílið réði sér þennan fína einkaþjálfara, líst vel á strákinn, finn líka mikinn mun á mér nú þegar þótt ekki sé einu sinni liðin vika, nú er bara etið gras og hollustu á tveggja tíma fresti og stend ég mig nú bara vel ef ég á að segja eins og er.... fór meira að segja á KFC um daginn með pabba og ég fékk mér sallat.... tel það vera ótrúlegan aga fyrir agalausa manneskju eins og mig... En þetta þýðir samt ekki að ykkur sé frjálst að bera á borð freystingarnar fyrir mig ónei... nú treysti ég á stuðning ykkar og að þið hjálpið mér að komast í form, ekkert stjörnutorg nema kannski boozt bar....

Nammidagar um helgar.... stefni að því að það verði bara á laugardögum en svona fyrstu helgina voru báðir dagarnir teknir.... hafði meira að segja bolludaginn í dag af því að ég má ekki borða þær á morgun ;) Verður verra með sprengidaginn hmmm :o/

Saumaklúbbur í gær.... sem er reyndar bara virkur svona á tveggja ára fresti en stefnt er á að bæta úr því.... alltaf jafn gaman þegar nokkrar skvízur koma saman og kjafta... og alveg merkilegt hvað tíminn líður hratt.... við sátum alveg til hálf tvö held ég að kjafta frá klukkan átta.... tókum ekkert eftir því hvað tíminn leið.... við erum líka svo skemmtilegar allar ;)

Núna á ég að vera að gera ritgerð .... ekki byrjuð eins og venjulega og skil eftir nokkra daga.

Best að fara að finna einhverjar heimildir

Hei já og hvað haldiði að Krílið verði þann 31. júlí næstkomandi ?????? :D

Krílið kveður.... öflugari en venjulega.... blessó

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com