<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, október 24, 2004




Held að flestir viti hvað ég er að meina með þessu en af því að það er svo gaman að segja þetta þá verð ég bara að minnast á þetta hérna líka ....
Man.utd. 2-0 Arsenal Too Funny



En fyrir utan þessi stórkostlegu úrslit þá er lítið að frétta.... fór jú með Lilju skvís í nudd á föstudaginn, þ.e. hún fór í nudd og ég lá í pottinum í baðhúsinu á meðan og slappaði af, er samt mikið að hugsa um að panta tíma hjá unga, myndarlega hnykkjaranum / nuddaranum, svona fyrst hann talaði svona fallega um mig. Blinking Heart 2 Væri ekki slæmt að ná sér í eitt stykki nuddara, ég hef verið svo asskoti slæm í öxlunum og bakinu upp á síðkastið. Blushy 2


Svo kíktum við til Svandísar um kvöldið og var hún búin að elda fyrir okkur þessa dýrindis máltíð, takk fyrir það Svandís.... eðal kokkur þar á ferð. Svo var setið langt fram á kvöld og spjallað um lífið og tilveruna, svakaleg speki sem þar fór fram. Við Lilja sátum nú reyndar og spjölluðum langt fram á morgun í bílnum eftir að ég skutlaði henni heim, ótrúlegt hvað tíminn getur liðið þegar umræðuefnið er áhugavert.

Eini bömmerinn við þennan dag er að ég týndi dvd disknum sem ég keypti "The Butterfly Effect" ekki sátt, finnst þetta svo geðveikt góð mynd og ég ætlaði svo að horfa á hana um helgina en ég finn hana bara ekki, hún hlýtur að hafa dottið úr bílnum bara þegar ég fór til Lilju eða eitthvað, bara bögg 2.300 kall í súginn. Crying Into Tissue Þannig að ef einhver sér þessa mynd á hlaupum þá má hinn sami láta mig vita takk Way To Go


Jæja held það sé kominn tími á að fara að læra ... þótt fyrr hefði verið.

Krílið kveður og biður ykkur vel að lifa.

P.S. Memo to self, panta nýtt vegabréf og fara í sprautur... Costa Rica nálgast óðum Sandy Beach

fimmtudagur, október 21, 2004

Afmælisbarnið

Hún Lilja ofur gella á afmæli í dag... var næstum búin að gleyma að setja það hérna inn Happy Birthday

Til hamingju skvíz Sunshine


Slef slef slef !!!


Jæja þá er stelpan loksins komin á gelgjuskeiðið, fallin fyrir leikara, ekki seinna vænna, orðin 23 vetra gömul. En eins og fram kom í síðustu færslu minni þá var skelt sér á Wimbledon í gær með ofurbabe-unum vitandi það að hönkinn minn hann Paul Bettany fer með aðalhlutverkið í þeirri mynd. Það fór þó ekki betur en svo að nú er ég orðin ástsjúkur unglingur sem ég hef nú hingað til sloppið við að verða. Maður var jú alltaf heitur fyrir sætum leikurum eins og Johnny Depp, Jared Leto, Jean Claude van Damme og svona þegar maður var unglingsaldri en aldrei náði það því stigi sem ást mín á honum Paul mínum nær nú. En hjarta mitt er kramið þar sem hann er hamingjusamlega giftur og á barn og allt...

Ég kem aldrei til með að verða hamingjusöm aftur Walking Home Crying

En maður verður víst að lifa með því og í sárabætur fór ég andlitsbað í morgun og var þar í tæpa þrjá tíma í þvílíkri lúxus meðferð hjá henni Örnu. Ég mæli eindregið með því að fólk leiti þessa stelpu uppi þegar hún er komin með stofu, algjör snillingur, langt síðan ég hef náð að slappa svona vel af Hammock


En jæja tölvan að verða batteríslaus og ég þarf að fara að koma mér í tíma þar sem ég kem til með að sitja og láta mig dreyma um Paul minn fáklæddan í herberginu mínu.



Hilsen
Gunnhildur Bettany


miðvikudagur, október 20, 2004

Hammock Lúxusvika eða hvað!!!!




Laugardagur: Matarboð hjá Andreu Sushi


Sunnudagur: Bíó með Andreu, farið á Blindsker Sharing Popcorn


Mánudagur: Veðurtept í RVK Hurricane Bíó með Lilju á Collateral Movie Theater , Gist í lúxus svítu á Hótel Íslandi Soaking


Þriðjudagur: Videokvöld með Krissu og Árný, horft á snilldar mynd, the butterfly effect TV 2


Miðvikudagur: Bíó með Andreu, Ástu Jónu og Hrafnhildi (vinkonu Ástu) stefnt á Wimbledon og sjá stóru ástina í lífi mínu Countdown Animated Hearts


Fimmtudagur: Andlitsbað Giselda


Föstudagur: Klipping og strípur Haircut Fara í baðhúsið með Lilju, hún að fara í nudd Massage Therapist og ég að slappa af í pottinum á meðan Hot Tub


Gæti þetta verið betra???? Ég bara spyr Too Happy 1

miðvikudagur, október 13, 2004

Og by the way... hvað er málið með sænska markmenn.... annar haltur og hinn týnir linsunni sinni og getur ekki sett nýja í sig sjálfur... allt að verða vitlaust, verst að hafa ekki getað notfært sér það og skorða eins og fjögur mörk í viðbót Goal







Já góða kvöldið fallega fólk!

Það væri nú gaman að geta sagt að ég væri nýkomin heim af 4-1 sigri Íslendinga á Svíum en því miður þá var það nú akkúrat öfugt. Ég var nú reyndar búin að spá nákvæmlega þessum úrslitum, fékk nú reyndar smá hjálp við að komast að þeirri niðurstöðu en afhverju ekki að trúa þeim sem hafa hæfileika á þessu sviði Wizards Hat Any way við megagellurnar fórum auðvitað á leikinn og öskruðum og sungum úr okkur allt vit. Eins gott að það verði komið aftur fyrir prófið á föstudaginn. Nervous En það kemur samt bara til með að þurfa að virka í þrjá tíma, frá 9 - 12 takk fyrir, því við Heiða ætlum að vera hauslausar á föstudagskvöldið, er það ekki Heiða og vonandi fleiri með ??? Blurry Drunk

Æj ég má ekki vera að þessu verða ð halda áfram að læra

Krílið kveður bæjó Club Me







sunnudagur, október 03, 2004

Jæja góða kvöldið

Maður er alltaf jafn duglegur að skrifa hérna. En allavega Gullmót Gummóar var snilld og nú eru þær skvízurnar, Gummó og Sigga stungnar af til Baunalandsins. Það er mikil innri togstreyta sem á sér stað hjá mér, bland af söknuði og öfundsýki en tíminn verður örugglega fljótur að líða miðað við skóladagskránna hjá mér... endalaus verkefni en það er nú samt það skemmtilegasta við þennan skóla þannig að það er best að vera ekki að kvarta of mikið Drooling Bouncy Smileys

Við Bryndís vorum samt að ræða það í gær hvað það væri ótrúlega nice að fá bara eina viku í pásu, ekkert að læra, ekkert að vinna, bara slappa af og gera það sem væri skemmtilegt. Maður má nú láta sig dreyma... fórum líka að hugsa útí hvað það væri frábært að fara einhvert út og taka þátt í hjálparstarfsemi á vegum Rauða krossins eða álíkra starfsemi, ég komst reyndar að því að það er hægara sagt en gert að komast í slíka sjálfboðavinnu, maður þarf að uppfylla ótrúlega mörg skilyrði varðandi nám og vinnu og fara á sérstakt námskeið og svoleiðis. Ég er eiginlega ekki að trúa því að þetta sé svona flókið ferli, en ég skil það samt alveg, svona samtök eins og Rauði krossinn getur ekki tekið áhættu á að senda hvern sem er í svona ferð. En ég dáist að þeim sem leggja í þetta og ég væri alveg til að vera í þeim hóp Way To Go

En talandi um að dást af fólki. Ég er að horfa, í þessum skrifuðu orðum, á Sjálfstætt fólk með Jóni Ársæli. Jón Ársæll er að taka viðtal við stelpu sem er með hræðilegan beinsjúkdóm. Fæddist mölbrotin og beinin stækka ekki og það verður að keyra hana í kerru allt sem hún þarf að fara. Hún stundar nám á fullu, vinnur á leikskóla og er ótrúlega dugleg. Þetta er hetja sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar, maður getur ekki annað en þakkað fyrir hvað lífið er einfalt hjá manni en jafnfram séð að þó að eitthvað komi uppá þá þýðir ekkert að gefast upp. Hugsið ykkur að brotna ef maður hnerrar eða bregður við að hurð skellist, margir hefðu bara gefist upp og hætt að lifa. En ekki þessi stúlka. - Freyja You Rock

Með þetta að leiðarljósi ætla ég að láta þetta gott heita í bili.
Krílið kveður, öflugara en nokkru sinni fyrr. Wakka-wakka








This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com