<$BlogRSDURL$>

mánudagur, janúar 31, 2005

Já hæ!

Jæja best að skrifa hérna nokkrar línur... vil byrja á að óska Krissu og Fanný til hamingju með afmælið þann 28. og 29. jan.... reyndar búin að óska þeim persónulega til hamingju en verður maður ekki að taka það fram hérna á blogginu líka.... jú ég held það.

Svo vil ég senda bestu kveðjur til fórnarlamba glæpamanna út í Odense.... Sigga og Gummó ég vona að þetta reddist allt hjá ykkur....

Já þá held ég að ég sé búin að koma frá mér öllum tilkynningum í bili og ætti því að geta hafið hina æsispennandi framhaldssögu af lífi Krílisins.

Þetta er ekki góður dagur, engan veginn, skólinn byrjaði jú ekki fyrr en kl. 10 þannig að ég gat alveg sofið til kl. 8 en ég eyddi ca. 15 mínútum í morgun í að bölva skólanum, skil bara ekkert í mér að hafa bara ekki ákveðið að verða smiður eða eitthvað, örugglega miklu skemmtilegra og ég væri ekki í skóla núna... en nei ég hélt það yrði svo gaman að sitja hérna í stjórnsýslurétti og læra um hæfi og vanhæfi, vináttu og óvináttu og bla bla bla ..... BOOOOOOORING og svo tekur við enskt lagamál og svo fullnusturéttarfar....ARRRGGGG ég er með skólaleiða af verstu gerð takk fyrir... engan vegin að nenna þessu er að spá í að hætta að mæta í skólann, sitja bara heima og læra....

Sorry þurfti smá útrás, any way helgin var ágæt, fór í afmæli til Krissu mjög fínt en Mörkin var ekki að gera sig. Fór í afmæli til Fanný, snilldar partý, merkilega mikið af laganemum, en bærinn var ekki að gera sig... biðraðir út um allt, okkur Heiðu leist bara betur á pizzu og pepsi takk.

Ég nenni ekki einu sinni að blogga.... djöfull er ég pirruð.... og af hverju er bara enginn á msn til að hressa mig við .... lofa jákvæðari bloggfærslu á næstunni... þ.e. ef ég lifi þennan dag af

Krílið kveður... bite me

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Góða kvöldið

Þar sem ég hef vanist því upp á síðkastið að gera allt sem Fanný biður mig um að gera þá ætla ég að verða við óskum hennar og skrifa stutta færslu...

Hins vegar þá kem ég til með að valda henni vonbrigðum þar sem það hefur hreinlega ekkert verið að ske í mínu lífi eftir að ég kom heim. Kíkti jú í smá teiti hjá Krissu skvíz um daginn ætluðum að kíkja á Mörkina en viti menn... ótrúlegt en satt Mörkin var full og ekki hleypt meira fólki inn.... ég hélt ég myndi deyja úr hlátri, biðröð inn á skemmtistað... á SKAGANUM bara fyndið. Þannig að við stelpurnar enduðum bara á rúntinum... keyrðum hring eftir hring eftir hring.... ég var nú eiginlega bara fegin... var edrú og svona fínt að keyra bara í hringi ... þá á ég líka meira inni fyrir næstu helgi en þá ætlar Fanný að gefa mér efni til að skrifa um á blogginu ;0)

Tvöfallt afmæli um helgina... Krissa á föstudag og Fanný á laugardag.... fólk er orðið svo gamalt í kringum mig.... ég þarf virkilega að fara að spá í að yngja aðeins upp ... Krissa hlýtur að geta reddað mér einhverju 87' árgerðs partýi.... er það lið ekki örugglega orðið 18 ára... yummi fresh blood..... .....nei nú gekk ég of langt.... en þið þekkið mig betur en þetta... ég treysti því ... litla saklausa sveitastelpan... látum lömbin í friði =:-Þ

Any way.... Látum þetta duga í bili... ætla snemma í rúmið.... nenni ekki að læra... lazy lazy lazy.

Krílið kveður Blessó blessó blessó!!!

laugardagur, janúar 22, 2005

Myndir

Mér tókst einhvern veginn að koma inn myndum úr ferðinni.... getið séð þær í gegnum linkinn hérna til hægri :D

Krílið kveður

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Ekki er nú öll vitleysan eins

Dreymdi þennan líka skemmtilega draum í nótt.... Draumurinn var þannig að ég, Heiða og Fanný (greinilega búin að eyða of miklum tíma með þeim upp á síðkastið) við vorum sem sagt í Danmörku á flottu scooterunum "okkar" og fórum á kostum í Amazing Race ... ég veit ég veit aðeins of áhrifagjörn.... en þetta var bara snilld.... Heiða rataði út um alla Danmörku og við vorum lang fyrstar í mark, eftir allskonar þrautir sem fólust meðal annars í kappáti á Chicken fingers with honey mustard sauce (við Fanný rústuðum því náttúrulega), jetski kappakstur (sem við Heiða brilleruðum í) og tivoli úthald sem fólst í að fara í sem flest tæki á sem styðstum tíma (ég stóð mig ekkert ofsa vel í þeirri keppni tók þó rússibanann með trukki en það verður að viðurkennast að Heiða og Fanný redduðu okkur þarna)...... Sem sagt algjör vitleysa.... greynilegt að ég er ekki búin að jafna mig á ferðinni og nokkuð ljóst að ferðin var bara engan vegin nógu löng :D

Hvað segiði stelpur er ekki málið að skrá sig í Amazing Race, verst að það mega bara vera tveir í liði ..... læt ykkur vita hvort við vinnum aftur í nótt ;0)

Krílið kveður blessó

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Brrrrrr

Jæja þá er blákaldur veruleikinn tekinn við, ég komin á klakann og skólinn byrjaður á fullu, eins gott að spíta í lófana og fara að drullast til að vinna upp niður tapað námsefni... frábært að byrja önnina eftir á.

Ferðasagana saman stendur af löngu flugi, Florida mall, stuttu flugi í lélegri flugvél, sól, strönd, sól, sólbruni, sól, sundlaug, sól, scooter, sól, aparóla, sól, snorkling, sól, jetski, sól, matur, sól, áfengi, sól, árekstur, stutt flug í lélegri flugvél, Florida mall, Pleasure island, Island of Adventures, langt flug og kuldi.

Þetta var sem sagt snilldin ein. Það er pottþétt að maður fer aftur til Florida, engan vegin nóg að vera þar í tvo daga, bara snilldar staður. Costa Rica var líka fín, samt bara svona svipuð og Spánn og Portúgal og svoleiðis sólarlönd en það var líka einmitt það sem maður þurfti á að halda, leika sér í nógu mikilli sól... Það var líka ýmislegt hægt að finna sér til dægrastyttinga þarna úti og það kom ekki einn leiðinlegur tímapunktur. Í fyrsta lagi var hótelið snilld, flott sundlaug með sundlaugar bar og ef maður labbaði í gegnum eitt hlið þá var maður kominn út á strönd. Svo fórum við nokkrar skvízur og leigðum okkur scooters, ég verð að viðurkenna að mér fannst ég vera að taka nokkuð niður fyrir mig að setjast á svona tæki þar sem maður er vanur aðeins fleiri hestöflum en þetta var samt geggjað gaman, við rúntuðum í næstu bæji og vöktum mikla athygli á vegum úti. Svo fórum við lika í aparólu, þar sem maður svífur á milli trjáa á einhverjum vírum, leikur súperman eða fer á hvolfi, geggjað gaman. Svo skelltum við Heiða okkur í snorkling ferð, héldum mikla landkynningu um Ísland fyrir fullt af Könum sem fannst það rosalega merkilegt að hitta Íslendinga.... svo skelltum við okkur í aðra scooter ferð og svo fórum við Heiða gella... algjörar hetjur á jetski og fórum hreinlega á kostum í stökkum og ofsaakstri ... hmmm

Áreksturinn í San Jose verður samt alltaf minnistæður ... vorum á leiðinni út á flugvöll í rólegheitunum í þessari fínu rútu kl. 4 um nótt þegar ég sé hvar þessi jeppi kemur á fleygji ferð úr hliðargötu, virðir ekki stöðvunarskyldu og bang... beint á rútuna, bílstjórinn á jeppanum blindfullur og við föst inn í rútunni því hann keyrði beint á hurðina... sem betur fer slasaðist enginn og það er hreint ótrúlegt að gaurinn á jeppanum hafi ekki drepist.... var ekki einu sinni rispa á honum... en á meðan við biðum eftir að hurðinni væri kippt af rútunni þá fylgdumst við með því hvernig gaur þóttist vera að hjálpa hinum gaurnum en labbaði svo burt með símann hans, fulli gaurinn lét lögguna hafa kretidkortið sitt og einhverjar mútur viðræður virtust eiga sér stað og fleira... virkilega spennandi.... og maður hafði töluverðar áhyggjur af farangrinum sínum... en þetta reddaðist allt saman og við rétt náðum flugvélinni og komumst heilu höldnu til Florida.

Florida var auðvitað farið í Florida mall og verslað sér .... verst að hafa ekki haft meira tíma og peninga því það var svo geðveikt mikið hægt að versla þarna og við hefðum getað farið í a.m.k. tvö önnur mall.... um kvöldið fórum við svo í Pleasure island og ætluðum svo að hrinja í það en nei aðeins helmingurinn og þ.á.m. ég fékk að kaupa áfengi af því að hinir voru ekki með vegabréf eða ökuskírteini á sér... eyðilagði aðeins stemminguna en það rættist samt úr þessu og kvöldið varð bara nokkuð skemmtilegt þrátt fyrir kulda.

Daginn eftir var svo vaknað snemma og skellt sér í Island of adventure... og já stelpan fór sko í fyrsta skipti á ævinni í rússibana og ekki bara einn nei heldur tvo og spiderman hermi, sem by the way var bara snilld, og vatna tæki fleira.... já sigraðist á tivoli fobiunni ... ótrúlega stolt. Þetta var líka svo geggjað gaman.

En svo urðum við að drífa okkur upp á hótel og ná í töskurnar og bruna upp á flugvöll og sem betur fer var flugið heim mun styttra en það átti að vera, tók bara 6 tíma.....

Any way á klakann og þá í orðsins fyllstu merkingu klakkann var mætt kl. rúmlega 5 að morgni og var þá haldið í fríhöfnina og keypt fullt af nammi.... var svo stoppuð í tollinum af því að manninum í tollinum fannst ég vera með eitthvað mikinn farangur :D en í ljós koma að ég hafði verið mjög sparsöm .... þannig að það reddaðist allt saman og mamma og pabbi tóku á móti mér og skelltum við okkur til ömmu í morgunmat og héldum svo upp á Skaga og ég beint í rúmið mitt....

Svo er bara skólinn tekinn við núna og ekkert að gerast.

En ég ætla núna að fara að kíkja á Lilju skvíz.... langt síðan maður hefur séð skvízuna og mér farið að hlakka til að hitta hana....

Krílið kveður í bili

Blessó

P.s. til hamingju með afmælið Svanberg

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Já góda kvoldid gott fólk... reyndar gódan daginn hjá ykkur tvi tad fer víst ad lída ad tví ad tid farid á faetur tid sem ekki erud tegar voknud, klukkan er sem sagt rétt eftir midnaetti hjá mér hér á costa rica og ég var ad koma heim á hótel úr strandpartyi ... ákvad samt ad gerast félagsskítur og sleppa Lady´s night tar sem ég er ágaetlega sólbrunnin og med bólginn okla og hreinlega ekki í neinu studi til ad fara ad reyna vid einhverja gaura, ég fann reyndar sálufélagann minn í gaer en tví midur tá reyndist hann vera 37 ara gamall og tad var bara adeins of mikid fyrir mig, fínn gaur samt og ef tad eru einhverjar single gellur tarna úti sem hafa áhuga tá bara tala vid mig... t.e. ef taer eru tilbúnar til ad flytja til USA.

Alla vega... tessi ferd er búin ad vera taer snilld... ég hreinlega trúi bara ekki ad tetta sé ad verda búid. Forum til San Jose í fyrra málid, gistum tar eina nótt og fljúgum tá til Orlando og gistum tar eina nótt og svo bara heim til Íslands.

Any way.... tíminn minn er ad renna út sé ykkur á sunnudaginn

Krílid kvedur.... sólin

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Solbrunnin og saet

Allt gott ad fretta i 30 til 35 gradu hita... bara snilld

vona ad ollum lidi vel i frostinu heima

tad bidur min kokteill verd ad fara

kv.
Krilid

laugardagur, janúar 01, 2005

Gleðilegt ár!

Jæja hérna situr maður kl. 2 á nýju ári og pikkar á tölvuna.... já sumir eru sorglegri en aðrir.... en þar sem ég vanvirti jólinn með því að vera sótsvört af drykkju og algjörlega stjórnlaus á annan í jólum þá ákvað ég að vera spök í dag... þrátt fyrir góð boð um partý og fleira. .... jiminn ég get ekki einu sinni lífgað upp bloggið ... hreinsaði aðeins til í tölvunni minni og henti út öllu rusli.... m.a. smiley central .... flokkast víst undir rusl, ég bæti úr því við tækifæri.

Kvöldið er samt búið að vera mjög gott.... byrjaði náttúrulega með snilldar mat, innbökuðu lambafille og gratíneruðum kartöflum og öðru tilheyrandi, svo var spjallað og horft á imbann og skaupið náttúrulega.... ég var bara nokkuð hrifin af skaupinu þetta árið... soldið öðruvísi en venjulega sem er hið besta mál... ég gat allavega hlegið á köflum... þarf reyndar ekki mikið til að skemmta mér hmmm.

Svo var bara haldið í skotæfingar, kallinn gætti nú samt hófs þetta árið en valdi þeim mun betri sprengjur.... ekkert rusl takk fyrir. Útsýnið var líka hið besta... sást yfir alla Reykjavík og Suðurnesin og Akranes auðvitað líka... frábært útsýni alltaf hjá okkur... maður á heldur betur eftir að sakna þess þegar við flytjum úr sveitinni.... svona er þetta maður getur ekki fengið allt.

Any way að loknum flugeldum og nýárskossum þá var tekist á við matarát númer 2 og ekki var það nú verra... graflax, tartalettur, brauðtertur og ég veit ekki hvað.... maður er gjörsamlega afvelta hérna. Enda er ég að spá í að leggjast bara í dvala.... ætti að vera með nægan forða eitthvað fram á sumar. Nei maður má ekki missa af Costa Rica.... úff fer á sunnudag og ekki byrjuð að pakka.... þarf maður nokkuð meira en tannbursta og bikiný??? Það verður svo nice að komast í sólina ahhh 30°C og læti.... get ekki beðið... maður tæklar pökkunina á morgun... agalega er vont að geta ekki tjáð sig með svona myndum eins og venjulega.... þetta er alveg glatað... svo dull... ég verð að finna eitthvað út úr þessu.

Ætla að láta þetta duga í bili... Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir það gamla vona árið 2005 verði ár gleði og hamingju fyrir sem flesta....

Krílið kveður.... Árið!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com