<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Hæ hæ bara koma við til að segja bless... ég á víst að vakna eftir tæpa þrjá tíma til að fara út á flugvöll.

Hafið það gott meðan ég er í útlandinu og ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera.

Bæjó

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Jæja góðan daginn!

Þá er stærsti viðburður ársins liðinn og hann tókst bara svona ágætlega, ég hins vegar verð að valda ykkur vonbrigðum, ég gerði ekki nokkurn skapaðann hlut af mér, dansaði helling við fullt af myndarlegum hnokkum og átti meira að segja nokkur góð boð, nefni engin nöfn, en einhverra hluta vegna þá ákvað ég að afþakka þau, ég held að ég sé að verða allt of stillt. Ég verð samt að viðurkenna það að það var einn aðili á svæðinu sem bar af, nefni heldur engin nöfn í þetta skiptið en það eru nú samt sumir sem vita um hvern ég er að tala ;)

Annars var þetta alveg þokkalegasta þorrablót, skemmtiatriðin voru ágæt, áttu sína góðu og slæmu kafla, hljómsveitin var mjög fín, reyndar var ballið skemmilagt með sýningu á mjög svo slöku myndbandi sem drap niður alla stemmingu, en sem betur fer tókst hljómsveitinni að ná lífi í fólkið á nýjan leik.
Ég má til með að þakka Arnfinni Teiti Ottesen fyrir frábæra sönghæfileika, hann tók sig vel út sem þriðji hljómsveitarmeðlimurinn.

Eftir ballið lá leiðin í Viagrakot þar sem áframhaldandi djamm var á dagskrá, en því miður endaði það ekki alveg þannig þar sem smá pústrar áttu sér stað í upphafi og vona ég að þeir aðilar sem áttu þar hlut að máli hafi náð að sættast.
Ég hringdi þá í besta bróður í heimi sem kom og sótti mig og nokkra gaura og skilaði öllum heilum heim.... á sitthvort heimilið. :)

En í stuttu máli sagt, fínt þorrablót en ekki það besta sem ég hef farið á og því miður, engar kræsilegar sögur sem ég get látið hér uppi amk...

En jæja best að reyna að gera eitthvað í þessu verkefni.... Blessó

laugardagur, febrúar 21, 2004

Góðan daginn

Maður fer auðvitað að gera eitthvað allt annað þegar maður á að vera að læra, t.d. blogga. En það tekur nú ekki langan tíma.

Ég var að koma úr klippingu, strípum og greiðslu og er nú að bíða eftir að fara í förðun hjá Habbý frænku þegar hún kemur heim úr greiðslu. Maður verður sko algjört megababe (eða þannig)

Tilhlökkunin fyrir þorrablótið er orðin óbærileg, ég er að spá í að fara að opna mér einn öllara bara, fólk hefur vinsamlegast beðið mig um að gera eitthvað af mér í kvöld og ég skal gera mitt besta til að standa undir þeim væntingum :) (geri það nú yfirleitt alltaf)

Hei ég tók svona sniðugt test um hvaða Sex and the city gella ég væri og ótrúlegt en satt þá er ég líkust Miröndu... ha ha ekki Samönthu eins og flestir halda....þetta útskýrir ýmislegt finnst ykkur ekki? :)






You Are Most Like Miranda!


While you've had your fair share of romance, men don't come first

Guys are a distant third to your friends and career.

And this independence *is* attractive to some men, in measured doses.

Remember that if you imagine the best outcome, it might just happen.



Romantic prediction: Someone from your past is waiting to reconnect...

But you'll have to think of him differently, if you want things to work.




Which Sex and the City Vixen Are You Most Like?
Take This Quiz Right Now!



Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.



En já best að fara að gera eitthvað, læra eða eitthvað....

Blessó

föstudagur, febrúar 20, 2004

Halló halló!

Ég upplifði í dag atvik sem ég hélt að kæmu bara fyrir hjá konum sem væru miklar tilfinningaverur, ekki svona kaldar strákastelpur eins og ég tel mig vera. Ég fór með Lilju vinkonu, verðandi brúður, í lokamátun á brúðarkjólnum, ég ætlaði ekki að trúa þessu, ég actually fékk tár í augun, hún var stórglæsileg og kjóllinn var svo akkúrat fyrir hana, hann var hreinlega ævintýralegur, hún hefði getað stokkið beint inn í álfahlutverk í LOTR. Ég segji bara eitt stórt VÁ. Þetta var smá sárabót fyrir mig þar sem ég kem til með að missa af brúðkaupinu, en samt er ég ekki enn sátt við það hlutskipti mitt. :(

En hins vegar ástæðan fyrir því að ég missi af brúðkaupinu er þessi blessaða Brussel ferð sem hefur bara ollið vandræðum hingað til. (Harpa Hlín hvort skrifar maður ollið vandræðum eða valdið vandræðum?)
En sem sagt, ég er búin að redda vegabréfinu og það á mun ódýrari hátt en í stefndi. Þar sem ég er talin vera forhertur glæpamaður og eftirlíst í mörgum erlendum ríkjum, þá hafa stjórnvöld samþykkt að framselja mig til Brussel og fer ég því í fylgd Interpol, þá er bara spurning um að finna leið til að komast aftur heim.

En í tilefni þessarar ferðar má ég til með að setja með frábært verk, sem einn ágætur bekkjarfélagi minn gróf upp af baggalúti.is, gefur það einstaklega góð mynd af því sem ég á eftir að upplifa þarna úti.

Brusluborg í Belgalandi
líflaus torg og lykt af hlandi
glerjabrynjuð græðgishreysi
tærð af tilbreytingaleysi
lepja sorg úr litlum flöskum
fela sig í ferðatöskum
brotnir menn með brusluglampí
augum, kísilaldarkrampí
taugum - hnýta bindishnútinn
fitla ögn við flöskustútinn
hneppa einni, tveimur tölum
og æða fram af efstu svölum

má ég þá heldur heimta Gjögur
nú eða Fálkagötu fjögur

Takk fyrir mig og Guð blessi ykkur.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Frábært.... FRRRÁÁÁÁÁÁÁÁBÆRT

Brusselferð á föstudaginn og ég með útrunnið vegabréf, enn á ný verð ég að þakka mínum frábæra bróður fyrir að minna mig á þetta, ég hef allavega tíma núna til að fá bráðabirgða vegabréf (sem kostar reyndar dauðans mikinn pening), en ef Haukur hefði ekki minnt mig á það þá hefði ég ekki fattað þetta fyrr en á mánudagskvöldið og þá hefði það verið verra, þótt það eigi nú ekki að þurfa vegabréf til Belgíu þá eruð þeir alltaf að spurja um það hérna heima á Íslandi sérstaklega.

Any way svo komst ég að því í gær að það vantar allt gulrótarefni í hægri hluta andlitsins á mér, ég fór í ljós og tók svona skemmtilegan lit alls staðar nema á hægri hlutann andlitisins, já ég veit hvað þið eruð að hugsa núna en nei ég lá ekki á hliðinni né snéri hausnum til hliðar.... come on ég veit að ég er ljóska en ekki svona mikil. Þannig að ég auglýsi hér með eftir ráðum um hvernig ég eigi að ná í lit á hinn helminginn. Meika ekki að vera með tvö tonn af meiki framan í mér alla daga. Fer í ljós á föstudaginn og ligg á hinum helmingnum :)

Annars er maður bara á fullu í verkefnavinnu þessa dagana, auk þess sem ég er formlega titluð sem lélagsti glósari allra tíma, merkilegt hvernig hægt er að vera svona latur að glósa. Skvízurnar í glósuhópnum eru ekkert rosalega kátar með þetta en ég held að þær viti að ég skila mínu þótt seint verði :)

Fréttir fréttir fréttir.... það er bara ekkert að frétta.... alveg vonlaust. Svo sem nóg af kjaftasögum í gangi en samt engar spennandi, tveggja barna móðir + ólétt að skilja við manninn sinn fyrir yngri mann sem vill hana svo ekki ... leiðindar mál og á líklega ekki heima hér, a.m.k. meðan heimildir eru ekki 100%. Svo er alltaf nóg af óléttum skvízum og minns er abbó... væri gaman og krefjandi að eiga eitt lítið kríli. En það kemur seinna :D Við Anjetta erum búnar að ákveða að ef við finnum ekki þann eina rétta þá ætlum við að fara í sæðisbanka og gera þetta bara á eigin spítur... en það verður vonandi bara í algjöru neyðartilviki :)
Hehehe þessi skrif verða ábyggilega til þess að allir karlkyns lesendur forðist mig hér eftir eins og heitan eldinn.... ekki vera hræddir.... ég myndi aldrei nota ykkur... allavega ekki í þessu sambandi ;oÞ

Jæja best að fara að leita að fleiri álitum og lagagreinum sem koma til greina í þessu verkefni mínu

Takk fyrir og bless í bili

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Hæbs....

Ég má til með að segja ykkur hvað ég á ótrúlega frábæran bróður... ég held að það leiki enginn vafi á því að ég á besta bróður í heimi.

Ég var t.d. áðan að leita af álitum frá umboðsmanni Alþingis fyrir þetta skemmtilega verkefni sem ég er að vinna og ég minntist á að ég væri farin að finna óþægilega mikið fyrir hungri... þessi eina pulsa sem ég át í kvöldmatnum var ekkert að virka. En allavega fer þá Haukur bróðir inn í eldhús, tekur upp uppskriftarmöppuna og fór að búa til kókosbollur kl. 23 á miðvikudagskvöldi.... getur einhver toppað þetta???
Núna sit ég sem sagt og háma í mig kókosbollur og drekk mjólk með... namm namm namm namm best í heimi sko.

Ég mátti bara til með að deila þessu með ykkur, ég vildi óska þess að allir ættu svona bræður, en nú ætla ég að fá mér eina bollu í viðbót og lesa eitt álit og fara svo að sofa.

Takk fyrir og góða nótt

Jæja mér líður núna eins og Monicu í Friends, alveg merkilegt hvernig svona rigningardagar geta farið með hárið á manni. Ég lít út eins og úfin hæna, það vill til að ég þarf ekki að fara langt til að falla inn í rétt umhverfi.... (smá einkahúmor í gangi, ég biðst afsökunar á þessu.)

Ég má til með að hrósa mér fyrir útlitið á síðunni minni, ég uppgötvaði það í gærkveldi að ég er á rangri hillu í lífinu, ég hefði átt að fara út í einhvers konar tölvunám, forritun eða eitthvað í staðinn fyrir lögfræðina, allt sem ég lærði í forritun í fjölbraut sat svona líka í kollinum á mér og þar af leiðandi gat ég gert síðuna mína svona einstaklega fallega bleika og svarta, var reyndar ekki með litanúmerin á hreinu en þá kom myndarlegi kerfisfræðingurinn á hvíta hestinum og reddaði mér. Takk félagi ef þú lest þetta ;-*

Annars kíkti ég á Café París í hádeginu með Ástunni, við fengum smá flashback fílíng í bílnum á leiðinni þangað þar sem ég rakst á gamlan Scorpion geisladisk sem innihélt uppáhalds lagið okkar í denn, Wind of change..... ég veit ég veit - við vorum bara 11 ára rokkarar og viðbjóðslega kúl sko.
En við sátum allavega á París (en ekki í París eins og sumir) og ræddum heimsins vandamál og komumst að þeirri niðurstöðu að við lifum vonlausu lífi þessa dagana. Við urðum því að láta okkur duga að tala um annarra manna skandala í þetta skiptið.

Hin Ástan kom svo í heimsókn til mín seinni partinn og við gerðum heiðarlega tilraun til að byrja á raunhæfa verkefninu fyrir hinn geysiskemmtilega stjórnsýslurétt, það gekk nú ekkert of vel, það verður að segjast að við Ásta erum ekki alveg þær allra samviskusömustu í lærdómnum :o/

Það virðast hins vegar nánast allir vera ástfangnir í kringum mig, alveg merkilegt hreint... hingað til hef ég treyst á Smígúlinn til að standa með mér í einverunni en hann (sem er reyndar hún) er meira að segja að spá í að beila á mér. Það er spurning hvort maður eigi að fara að vera víðsýnni og opna augun fyrir vonlausum nöfnum (t.d. Fabio) og blómvöndum....neh ætli það gerist nokkuð, það væri samt voða nice.... en hver veit nema draumaprinsinn verði bara á blótinu á laugardaginn, það verður allavega nóg af Ottesenum og þeir hafa nú lengi vel verið taldir álitlegir menn í minni sveit... ;-)

Annars hefur maður svo sem nægan tíma, '81 árgangs skvízurnar hefa reyndar verið og eru enn einstaklega duglegar að fjölga sér hérna á Skaganum. Ég er víst orðin ein af þeim fáu sem ekki hafa haft velmótaða kúlu á u.þ.b. miðjum líkamanum. Þótt það klingji nú af og til þá held ég að það sé vissara að vera skynsamur í þessum efnum og bíða eftir riddaranum á hvíta hestinum (bimmanum, hondunni, porsche-inum, jaguar-inum og.... já þið náið þessu er það ekki... Má líka vera flott mótorhjól... helst harley)
Nei nei hann þarf bara að vera duglegur og góður pabbi.... oooohhhhhhh mússý mússý :)

Þið vitið það sem sagt strákar, þið þarna sem eruð á lausu, ég er ennþá á markaðnum :)

Jæja þetta fer að hljóma eins og einkamáladálkur... best að hætta núna áður en ég tapa mér algjörlega

Takk í bili og lifið heil

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Jæja það fór þá ekki svo að ég lét undan þessu tískufyrirbæri og lýsi mig hér sem löggiltan "bloggara"

Ég lifi hins vegar ekki mjög viðburðarríku lífi miðað við marga aðra en það virðist ekki vera skilyrði hér eða hvað ?
Ef ég tek upp á því að skreppa nakin í Kringluna, þá skal ég lofa að ég verði á undan Séð og Heyrt með fréttina.

Annars býð ég spennt eftir helginni, á föstudaginn ætla ég að fara með minni bestustu vinkonu í lokamátun á brúðarkjólnum hennar, ég trúi því ekki ennþá að ég komist ekki í brúðkaupið, maður fer í brúðkaupið hjá bestu vinkonu sinni, en nei ekki Krílið, Krílið er svikari, en þó það taki mig ár og daga að bæta henni það upp þá skal það takast.

Laugardagurinn verður svo spennandi, hið árlega þorrablót UMF Þrasta verður haldið að Miðgarði laugardaginn 21. febrúar kl. 21:30. Og þið sem þekkið mig vitið hvað það þýðir..... en ég lofa að vera stillt, hvað sem það þýðir :)

En lögfræðin bíður og Krílið kveður í bili

Takk takk

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com