<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Þvílík upplifun....

Jæja þá er maður orðinn árinu yngri og verð ég að segja að afmælisdagurinn í gær var með þeim betri. Ég svaf út reyndar bara eins og venjulega og svo tóku við símsvaranir og sms, msn og myspace samskipti fram eftir degi sem varð til þess að tíminn leið mjög hratt.

Halldór var svo búinn að panta borð á veitingahúsi sem ég mátti ekki vita hvar væri en fékk þá vísbendingu að það væri í öðru landi, reyndist það vera Michelin* staður í litlu sveitaþorpi í Frakklandi (tók samt bara korter að keyra) og heitir staðurinn La Lorraine ( http://www.la-lorraine.fr/ ) Yndislegur staður og bað ég um að fá að sitja úti þar sem veður var gott. Verð að viðurkenna að ég saknaði sveitarinnar heima töluvert við það þar sem við fengum sæti úti í rosalega fallegum garði og svo voru traktorar keyrandi um og lítill svona pulsuhundur var á röltinu í kringum okkur og plantaði sér svo bara við hliðina á mér, bara yndislegt ;0)

Við ákváðum að fá okkur svona fimm rétta matseðil sem var þar í boði og sáum við aldeilis ekki eftir því þótt við höfum verið pínu efins í fyrstu, á matseðlinum stóð að það ætti að vera einhver sardínuréttur fyrst, svo Foie Gras Crème brûlé, svo átti að vera eitthvað lambakjöt, þar á eftir ostar og að lokum eitthvað pistasíu coco dæmi. Með þessu pantaði ég svo Bordeaux rauðvín sem heitir Château La Tour Du Pin Figeac, er Grand Cru Classe, frá St Emilion, árg. 2000.

Fyrst kom rauðvínið og ég hef sjaldan fengið jafn gott rauðvín enda eru þeir með flottan vínkjallara þarna, meira að segja Halldór gretti sig óvenju lítið þegar hann smakkaði það.

Síðan var komið með lítinn disk með þrem sardínum með mismunandi fyllingum, mjög fallega upp raðað, reyndist bara vera nokkuð gott en við tókum þá ákvörðun samt að borða ekki hausinn og sporðinn.

Næst var komið með disk sem var með þremur smáréttum á, í fyrsta lagi var um að ræða kjöt í hlaupi, sem minnti mig nú bara á sviðasultu og fannst mér það bara mjög gott (Halldór var ekki jafn hrifinn), í öðru lagi var svona lítill staukur með einhverju papriku/tómatpurre blöndu, það reyndist vera mjög gott og í þriðja lagi var svona lítill brauðbiti með einhverskonar smurosti og skinku oná sem var líka mjög gott.

Þar sem sardínur höfðu verið á matseðlinum þá héldum við að við værum búin að fá fyrsta réttinn og smáréttirnir hefðu bara verið einhver svona bónus viðbót en nei nei þegar hann kom og tók diskana hjá okkur sagði þjónninn: ,,Now we can start". Þessir tveir réttir höfðu sem sagt báðir verið bónus því næst var sardínurétturinn sem var á matseðlinum borinn á borð, var það sardína í einhverskonar pönnuköku og með einhverri fyllingu, var bara alveg ágætt.

Næst kom svo Foie Gras Crème brûlé dæmið.... OMG hvað það var gott, namm namm namm, get því miður ekki líst því nánar þetta var svo sérstakt og einstaklega gott.

Þá var komið að kjötinu, sem var lambakjöt (kann ekki á partana á svona kjöti en það stóðu svona þrjú rifbein út úr því :D) og það var steikt upp úr einhverju raspi/deigi sem var svakalega gott og með var borið fullt af sveppum af dýrari gerðinni (engir ora sveppir úr dós takk fyrir) en þeir sem þekkja mig vel vita að ég er nú ekki mikil sveppa manneskja en þessir voru nú bara alls ekkert svo slæmir ... ég týmdi þó eiginlega ekki að borða þá með kjötinu því kjötið var bara það gott að hægt var að borða það bara án meðlæti.

Nú jæja... næst voru það ostarnir og þá missti Krílið sig soldið :Þ Þjónninn mætti á svæðið með stóran ostavagn með fullt af mismunandi osttegundum, og mátti maður velja sér eins margar tegundir og maður vildi. Ég var nú mikið að spá í að velja mér einn af hverjum en kunni svo ekki við það þannig að ég endaði í einhverjum sex tegundum og sem betur fer fékk ég mér ekki fleiri því ég var að verða annsi södd... en þarna skyldi ég fullkomlega hugtakið ostar og rauðvín, það sem þetta var gott... nammi namm.

Jæja þá var komið að lokaréttinum sem var einhver pistasíu búðingur með einhverri sósu og ananas ... sjúklega gott. Þetta reyndist hins vegar ekki alveg vera lokarétturinn því svo var komið með fulla skál af smákökum, þrem tegundum og boðið upp á kaffi sem við reyndar afþökkuðum en ég smakkaði þó tvær smákökur og önnur þeirra var mjög góð en hin bara allt í lagi.

Ég vægast sagt rúllaði út af staðnum ég var svo södd, þvílík upplifun ég segji ekki annað, klukkan langt gengin í ellefu þegar við komum út og við byrjuðum að borða kl. átta. Þetta var alveg magnað. Þetta er líka það sem frakkarnir eru snillingar í og get ég alveg staðfest það.

En jæja... held ég hafi aldrei skrifað svona langt blog, hvað þá um eina kvöldmáltíð :D
Það er best að fara að gera klárt fyrir Amsterdam ferðina, ætlum að leggja af stað um kl. 19 í kvöld. Ég blogga kannski um það eftir helgi.

Krílið kveður
Ciao

laugardagur, júlí 07, 2007

Bloggi blogg...

Fínt að nota svona tíman á meðan kallinn er í golfi til að blogga, sérstaklega þar sem ég get ekki byrjað að elda strax... er orðin svo mikil húsmóðir... endalaus tilraunastarfsemi í gangi... en það er bara gaman (samt nauðsynlegt að eiga pizzu eða eitthvað sniðugt í frystinum ef hlutirnir klikka :Þ)

Annars er ekki mikið að frétta... erum alltaf að fylgjast með flugförum heim í ágúst... fáránlega dýrt að koma heim á þessum tíma greinilega, bara silly. Mjög jákvætt samt að Icelandexpress ætli að fara að fljúga tilraunarflug til Lúx ... vona svo innilega að það verði varanlegt, svo mikið af Íslendingum hérna sem myndu pottþétt fara oftar heim til Íslands ef það væri beint flug héðan á góðu verði, reyndar skilst mér að skattarnir séu eitthvað stórkostlegir á þeim flugförum en ég hef ekki tékkað á því sjálf þar sem við erum ekki búin að ákveða hvort við komum eitthvað heim milli ágúst og desember fyrst ferðin í ágúst verður svona dýr, svo er náttúrulega allt óljóst ennþá hvort ég fái einhverja vinnu o.s.frv. ... Kemur allt í ljós.

Annars er búið að vera áhugavert að fylgjast með fótboltafréttum upp á síðkastið... sérstaklega fyrir mig sem er fædd í Keflavík en Skagamaður að öðru leiti ... leiðindarmál fyrir bæði liðin verð ég að segja, bæði lið eiga held ég jafna sök á málinu... ljótur blettur... en verst hefur mér þótt að fylgjast með umræðunni sem fylgdi í kjölfarið, ásakanir á báða bóga, ljótar blogg færslur og brjálæði... vona að það mæti ekki margir Keflvíkingar á Írsku dagana á Skaganum, og þá síst á Lopapeysuna því ef ég þekki Skagamenn og Keflvíkinga rétt (þekki ágætlega til á báðum stöðum) þá eru alltaf ákveðnir aðilar sem leita upp slagsmálin og hvað er betri ástæða til slást yfir en fótbolti. En oftar en ekki enda slík slagsmál með ósköpum, spítalavist og fangavist. En það er best að vera ekki of svartsýn... kannski halda sig bara allir á mottunni í kvöld... ??? (Ekki líklegt)

Hei svo setti ég persónulegt met í gær í ræktinni... einstaklega dugleg og ógó stolt af mér en eftir á að hyggja var kannski ekki svo sniðugt að tapa sér í ræktinni þegar maður er búinn að vera með mallapínu, var allavega frekar slöpp í gærkveldi... ælandi og svona skemmtilegheit :-S Vonandi komin yfir það núna... og þá er voða voða sniðugt að elda rótsterkan kjúklingarétt :Þ

En ég ætla að láta þetta duga í bili....
Krílið biður að heilsa
Ta TA

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com