<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Góða kvöldið góðir hálsar.

Dagurinn í dag byrjaði einstaklega vel, fékk að sofa út í fyrsta lagi, vaknaði reyndar klukkan 7, aftur klukkan 8 og fór svo á fætur kl. 9, hjólaði í sund, synti hálfan kílómeter (já ég er aumingji) lá svo í pottinum í 20 mínútur og sólaði mig í þessu líka snilldar veðri, hjólaði svo aftur heim. Þvílíkur dugnaður, ég er svooo stolt af mér, það er stefnt að því að vakna hálf sjö í fyrramálið og endurtaka leikinn, þá kannski fer maður í 600 metrana en ég hef væntanlega ekki tíma í pottinn, buhu, en þetta á nú samt allt eftir að koma í ljós, hausinn á mér virðist ekki alveg vera jafn ákafur á morgnana og hann er á kvöldinn :0Þ

Any ways, fór í skólann í dag, í tíma í hvernig á að sannsa stefnur og greinagerðir, við í hópsex eigum að sannsa eitt stykki greinagerð og getum þ.a.l. ekki byrjað af viti fyrr en á sunnudag þar sem við verðum að fá stefnuna fyrst, kennarunum fannst alveg ómögulegt að við værum í fríi þangað til, þannig að þeir ákváðu að gera okkur mikinn "greiða" og skella á okkur eins og svona einu aukaverkefni, frábært, alveg hreint meiri háttar. Við tæklum það nú samt ábyggilega með stæl, byrjuðum allavega mjög vel, með vöfflum með ís og glassúr að hætti Hörpu Fel, algjör snilld :)

Klósettpappír, eldhúsrúllur, hreingerningarvörur og ljósaperur eru komnar í hús, þannig að nú er um að gera að fara að laxera, hella niður, skíta út og gera tilraunir á rafmagnstöflunni því mér er borgið á næstunni. Þið vitið flest hvað þetta þýðir, já söfnun fyrir fyllerísferð, útskriftarferð á næsta ári og ekki seinna vænna að byrja að safna ;o)

Heyriði ég er að spá í að fara að leggja mig... ef ég ætla mér að kíkja í sundið í fyrramálið þá er eins gott að ég nái 6 tíma svefn... efast samt um að ég nái því ef ég þekki mig rétt... ég á nebbla eftir að máta öll fötin sem Gugga systir var að lána mér... Jey :oD

Krílið kveður og býður góða nótt

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Tómir snillingar. Við í hópsex kláruðum verkefnið okkar 6 tímum fyrir áætlun, tel það vera mjög góðan árangur þar sem um var að ræða 20 blaðsíðna kaupsamning á ensku, bara snilld.

Any way ég hef í raun ekkert merkilegt að segja... hef bara ekki lifað merkilegu lífi síðustu daga, farið í skólann, komið heim, etið, setið við tölvuna fram á nótt og sofið eins lítið og hægt er .... jeminn, hvað er að mér ég veit bara ekkert hvað ég á að segja, kannski er bara best að ég þegji, skrifa meira þegar ég hef eitthvað að segja.

Krílið kveður

laugardagur, apríl 24, 2004

I'm a woman yeah.... og takið eftir síðustu línunni - fullkomin kærasta eða jafnvel bara eiginkona hahaha heyriði það strákar ;o)





You Are A Woman!


Congratulations, you've made it to adulthood.

You're emotionally mature, responsible, and unlikely to act out.

You accept that life is hard - and do your best to keep things upbeat.

This makes you the perfect girlfriend... or even wife!




Are You a Girl or Woman? Take This Quiz :-)




Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.



Sad sad sad.... stelpurnar neituðu mér um að fá að fara að horfa á leikinn og þ.a.l. tapaði Man.utd leiknum... eða við réttara sagt gáfum Liverpool leikinn, helv..., andsk.... djöf.... og svo voru þeir heppnir að Giggs skyldi hafa verið óheppin og skotið stöngin stöngin út... arrgggg.... þeir hafa alltaf tapað leikjum sem ég missi af... ég er alltaf að láta taka upp fyrir mig tapleiki... eins gott að ég missi ekki af fleiri leikjum, held að þetta hafi verið viljandi gert af Bryndísi... en nóg um það.... Williams BMW ekki á ráspól en Ferrari ekki heldur þannig að það er bót í máli, þeir skipa sér samt þarna í fremstu stæðin eins og venjulega.

Any way... verkefnið gengur þokkalega... ótrúlegt en satt, þetta er samt einstaklega skrítið verkefni, get ekki útskýrt það, enda hafið þið örugglega engan áhuga á að heyra það.

Fór svo á leiksýningu hjá Stúdentaleikhúsinu í gær, kyngdi stoltinu og fór alein og sat alein á aftasta bekk :), verð að segja að það var þess virði, ég skemmti mér alveg konunglega og var það ekki síst vegna frábærra tilþrifa hjá Hörpu Hlín á sviðinu, maður grét úr hlátri þegar hún brilleraði í hlutverki Elsu, systur Hlyns í 101 Reykjavík, fólkið talaði meira að segja um það í hléinu. Harpa átti líka heiðurinn af þessu snilldar handriti, tókst einstaklega vel hjá þeim að færa þetta í leikritabúning. Aðrir leikendur stóðu sig vel og þá sérstaklega Hlynarnir tveir og Lolla, mamman var líka mjög góð og svo gaurinn sem framkvæmdi fóstureyðinguna í gegnum símann :) Síðasta sýning á morgun... mæli með að þið tryggið ykkur miða.

Já svo verð ég að þakka Bryndísi fyrir snilldar súpu í dag, minntu mig á að fá uppskriftina skvíza og uppskriftina af pestoinu líka ég er búin að gleyma henni.

Jæja ég ætla að fara að laga hlutana mína í verkefninu... aðeins að fínpússa þetta :)

Krílið kveður

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Halló skrítna fólk.

Hjálpi mér allir heilagir kjúklingar ... verkefni dauðans var afhent í gær... semja samrunasamning á ensku milli fyrirtækja á Íslandi og í Danmörku og það á nokkrum dögum... og þar innifalið er lestur á 250 síðna bók auk nokkurra ljósrita og kafla úr öðrum bókum, svo kemur upp deilumál um samninginn og þá þurfum við annað hvort að skrifa stefnu eða greinargerð og svo þurfum við að flytja málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og dæma í því... það er reyndar skemmtilegi hlutinn þótt ég eigi ábyggilega eftir að fara á taugum :oÞ

Any way... þetta gerir það að verkum að ég verð lítið til viðtals næsta mánuðinn og kem væntanlega ekki til með að skrifa mikið, ekki það að ég sé dugleg að blogga en mun deglegri en margur annar... nefni engin nöfn ...ALLIR...

Snilldar veður sem var í dag ... sumardagurinn fyrsti stóð aldrei þessu vant undir nafni... ég ákvað að sleppa því að fara í aumingjastofnunina (skólann) í dag, en þar ætlaði hópurinn minn að hittast til að halda aga að hverri annari við lestur... en mér fannst soldið dýrt að keyra suður og aftur til baka til að lesa eitthvað sem ég get lesið heima hjá mér og þar að auki úti á palli í 30°C hita ...NICE... stuttbuxur og bikini-bra ...NICE... vona að þetta veður haldist svona áfram reyndar kannski ekki í verkefnavinnunni... en sumarið má alveg vera svona gott, allavega í fimm daga fríunum mínum :o)

Ætla að reyna að kíkja á leikritið hennar Hörpu á morgun, 101 Reykjavík, maður hefur heyrt þokkalegar sögur af því stykki, vona að Lilja skvíz geti komið með mér en annars sendi ég henni bara stórt knús :0)

Að örðu leyti fer morgundagurinn í verkefni og jafnvel eitt stykki vísindaferð, ætla samt að vera edrú svo ég geti farið í leikhús og unnið eitthvað af viti í verkefninu... þ.e. ef ég fæ að fara í leikhús ... gæti verið að verkefnið stæði svo illa hjá okkur að ég yrði að hætta við... en við sjáum til hversu duglegur maður verður fyrripartinn á morgun.

Það sem mér þykir nú samt verst við þetta verkefni er að mér sýnist af öllu að ég missi af leik ársins... einu skiptin sem við systkinin rífumst... Man.Utd. vs. Liverpool.... ömurlegt... stelpur við verðurm að vera duglegar á morgun svo ég komist heim á milli 14 og 16 á laugardaginn ;o) Það er meira að segja formúlu helgi líka... hafa þessir kennarar enga samvisku ... djö maður.

Jæja best að hætta þessu röfli og halda áfram að lesa...

Krílið kveður og flýgur á vit alþjóðlegra viðskiptasamninga :o/

mánudagur, apríl 19, 2004

Dagurinn í dag átti að vera gleðidagur þar sem prófin eru búin, en samt er þetta ekki búið að vera gleðidagur hjá mér, versta einkunn sem ég hef nokkurn tíman fengið í prófi leit dagsins ljós og er þ.a.l. FEEEIIIIITT FALL í evrópurétti. En ég svo sem bjóst við því, mér sýnist líka á öllu að ég hafi klúðrað hinum tveimur prófunum líka, ég veit ekki hvað er að mér, ég hreinlega nenni ekki að læra og hef aldrei nennt, þetta er það leiðinlegasta sem maður gerir. Ég meina afhverju þarf skólakerfið að vera svona, það hentar ekkert öllum að lesa skruddur alla daga og allar nætur, ég t.d. væri miklu fljótari að læra lögfræði ef ég fengi bara að vera á lögfræðistofum og fylgjast með vinnubrögðum þar og hjálpa til, ég gæti verið orðinn fínn lögfræðingur á ári þannig, en nei maður þarf að sitja yfir bókum, eyðileggja skrokkinn á sér af hreyfingarleysi og gerast algjör aumingji í 5 ár áður en maður getur farið að starfa eitthvað af viti sem lögfræðingur og þá fyrst fer maður að læra... aarrrrggggg.... búúúúú á menntakerfið.

Ég á að vera í próflokadjammi núna, en þar sem ég hef verið í hálfgerði fýlu í allan dag vegna slæmrar tilfinningar fyrir öllum prófunum þá fann ég ekki til mikillar löngunar til að fagna "próflokum" tel það ekki vera próflok þegar maður fellur í öllu. Sorry Harpa, ég ætlaði að vera skemmtilegri :o(

Núna er ég sem sagt bara heima og ætla að henda mér í háttinn og reyna að gleyma sorg og sút, ég geri bara betur næst, svona þegar ég læri hvernig á að læra.

Krílið kveður og býður góða nótt.

laugardagur, apríl 17, 2004

Halló... mín á að vera að læra en er ekki að læra eins og ég ætlaði að vera dugleg. Merkilegt hvernig mér tekst alltaf að klúðra þessum próflestri. Það er eins og ég fatti ekki að ég sé að fara í próf fyrr en kvöldið fyrir próf. Það vantar gjörsamlega allt stress í mig, alveg óþolandi.

Any way, var að frétta að gamall bekkjarbróðir minn og kunningi er að flytja til USA að selja einhver íþróttaforrit eða eitthvað og á að kveðja kallinn á morgun skilst mér, mér var sem sagt boðið í gleði, djöfulsins próf, alltaf að skemma alla gleði fyrir manni. Sé samt til hvort maður kíkji ekki, ef ég verð dugleg á morgun þá læt ég sjá mig en ef ég þekki mig rétt þá verð ég ekki dugleg á morgun.

Ég verð þá bara að bæta það upp með próflokadjamminu á mánudaginn, strandpartý í nauthólsvíkinni, verðlaun fyrir flottustu bikiníin... held samt að ég bjóði samnemum mínum ekki upp á þann hrylling að láta þau sjá mig í bikiníum, ekki fyrr en í fyrsta lagi í janúar á næsta ári þegar útskriftar ferðin er á dagskrá og ég verð búin að losa mig við 10 kg. :)

Sæti strákurinn datt út úr Idol í kvöld, get ekki sagt samt að ég hafi grátið mikið, glittu kannski í tárin ef ég á að ýkja stórlega.

Annars hef ég voða lítið að segja.... ætla að klára að bíða eftir lagi sem félagi minn er að senda mér og fara svo upp í rúm að lesa... það er víst staðreynd að einu skiptin sem ég nenni að lesa það er á næturnar.

Hafið það sem allra best elskurnar.
Krílið kveður og býður góða nótt

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Þetta hefur alltaf verið vitað fólk.

Ég er hinn raunverulegi gítarleikari í Metallica... þeir skulu fá að komast að því á tónleikunum í sumar sko :)

Which Band Should You Be In? by couplandesque
Your Name
Band NameMetallica
RoleGuitarist
TrademarkEmo Poster Child
Love InterestVocalist From Another Band
Created with quill18's MemeGen 3.0!


Krílið kveður

mánudagur, apríl 12, 2004

Góða kvöldið

Ný komin úr matarboði hjá Habbý frænku þar sem á borð var borinn hinn dýrindis kalkúnn, eða réttara sagt fyllt kalkúnabringa... ég er sem sagt að springa, oh my god.

Í gær gerðist ÉG svo snillingur í eldhúsinu... lagði fram uppskrift a la Jói Fel og heimtaði slíkt í páskamatinn... nammi nammi namm.... rusty kartöflurnar mínar voru snilld sko.

Jón Steinar, kennari vor, og Hannes Hólmstein, ritþjófur, fóru svo á kostum í viltu vinna milljón, unnu þar 5 milljónir til styrktar krabbameinssjúkum börnum... mjög gott mál, það er bara vonandi að montið verði runnið af Jóni Steinari þegar kemur að verkefninu eftir prófin :)

Kíkti svo í partý í gærkvöldi, þar fórum ég, Gummó og Krissa á kostum í Partýspilinu á móti Gunna og Tryggva, unnum þá með glæsibrag :) Svo lá leið okkar á páskaball á Breiðinni og verð ég að segja að þetta var eitt slakasta ball sem ég hef nokkurn tímann farið á, það var ekki einu sinni hægt að dansa... hingað til hefur Á móti sól náð að halda uppi stemmingu á Skaganum en nú var eitthvað mis í gangi... lögin voru bara allt of róleg og þung... ég var ekkert að fýla þetta, þannig að ég og Ásta stungum af klukkutíma áður en ballið var búið, enda var tilhugsunin um rúmið mitt farið að valda mér miklu hugarangri. Ég var líka sem betur fer róleg í búsinu, tequilað rann ljúft niður og hélt mér á mottunni eins og venjulega þannig að dagurinn í dag var vel nýttur til að prennta út glósur og svoleiðis dót sem ég má taka með mér í stjórnsýsluréttarprófið á miðvikudaginn. Ég er búin að hafa tæpar tvær vikur til að læra fyrir prófið en er ekki byrjuð að lesa... snillingurinn hún Gunnhildur... alveg met sko, læri aldrei af reynslunni. Það er því ekki seinna vænna að byrja, þannig að ég ætla að hendast úr fötunum, skríða undir sæng og lesa þar í allt kvöld, og ég ætla ekki að hætta fyrr en ég er búin með 200 blaðsíður.... (við sjáum nú til hvernig það gengur) en það verður allavega ekki horft á sjónvarpið í kvöld, punktur og basta.

Krílið kveður því í bili og heldur á vit stjórnsýsluréttarins.

P.s. Páskaeggja-málshátturinn minn var: "Þeim er búið fall sem byrgir sín augu" - ætli þetta sé hint á mig út af prófunum :-s

Takk fyrir og góða nótt

laugardagur, apríl 10, 2004

Ég og Viggo sko.... svo er kannski ekki svo skrítið að mér sé alltaf líkt við Christina Aguilera, hún er nú einu sinni systir mín, en ég held að við séum ættleiddar... allavega ekki erft litarhaft móður okkar ;oþ
Og by the way er þessi Steve Irwin gaur ekki einhver krókódíla vitleysingur eða er ég að rugla, kannski einhver annar sem er frægari með þessu nafni?

Who is in your celebrity family? by cerulean_dreams
User Name
MomWhitney Houston
DadSteve Irwin
BrotherCarrot top
SisterChristina Aguilera
DogRin tin tin
BoyfriendViggo Mortensen
Best friendHillary Duff
Created with quill18's MemeGen 3.0!

föstudagur, apríl 09, 2004

Sælt veri fólkið

Já það hefur ýmislegt og ekkert á daga mína drifið síðan síðast.... fór í svaðilför til Reykjavíkur með Beggu töffara á miðvikudaginn.... við skulum ekki minnast meira á það, þótt sæti læknaneminn fái alveg 9 í einkunn :)

Ég á að vera að læra fyrir próf þessa dagana en er búin að gera allt annað, kíkti út með stelpunum í gær, fórum rúnt og í heimsókn til Krissu skvízu sem var orðin nett galin á eymdarlegu sjónvarpsefni. Í dag ætlaði ég að læra en ákvað frekar að rækta fjölskylduböndin og fór í gönguferð í Hvalfirðinum með mömmu og pabba og Guggu, Geira og strákunum. Það var svo geggjað veður að ég gat ekki hugsað mér að sitja inni að læra, svo fékk ég líka besta ís í heimi í Ferstiklusjoppunni.... bara snilld... og nei ég er ekki 10 ára, maður verður nú að fá að rækta barnið í sér svona endrum og eins.

Nú er líka fjölskyldu stund... sitjum öll fyrir framan sjónvarpið og glápum á mynd sem mamma valdi svona skemmtilega á videoleigunni... einhver snilld á finnsku... mjög spez :)

Ætlaði kannski að kíkja á djammið í kveld en nenni því engan veginn... miklu meira næs að liggja bara heima í leti og þykjast vera að læra eins og venjulega... ætla reyndar að klára að raða upp glósunum mínum í kvöld en láta það gott heita... maður má nú ekki ofgera sér.

Ég ætla að fara að einbeita mér að myndinni.... mér sýnist hún vera argasta snilldar vitleysa :)

Krílið kveður... nóttin

sunnudagur, apríl 04, 2004

úff púff

Þvílíkur dagur, þegar ég læt ferma ógetin börnin mín þá ætla ég að vera orðin svo rík að ég get bara keypt út veisluna og mætt bara svo í hana án þess að þurfa að koma nálægt einu né neinu sem tengist skipulagningu eða framkvæmd hennar.

Ég vaknaði í morgun, fór í bókabúðina, Skagaver og Nettó að versla með mömmu fyrir ferminguna, dreif mig svo heim til að horfa á leikinn, SEM BY THE WAY MAN.UTD HAFÐI BETUR GEGN ARSENAL 1:0 eða reyndar 0:1, en já fór svo með Beggu að kaupa restina af afmælisgjöfinni fyrir Ásgeir Darra, við ákváðum að vera cool "frænkurnar" og spilla honum og gáfum honum þ.a.l. pílu byssu og vatnsbyssu með Lego kallinum, mjög sniðugt :). Svo fór ég aftur heim að gera afmæliskort fyrir Ásgeir Darra, afmælisboðskort fyrir Krissa og reyna svo að prenta þetta út en það tók mun lengri tíma en ég gerði ráð fyrir þannig að ég og þ.a.l. Begga mættum klukkutíma of seint í afmælið til Darra, þar stoppaði ég í tæpan klukkutíma og fór svo til Guggu systur, út að labba með hundinn, skreyta öll borð og klippa niður dúka á þau, fór svo heim á Fögrubrekku og þar fékk ég starf við að tæta niður fimm kálhausa og þrjú búnt af kínakáli, ekki skemmtilegt starf, svo þurfti ég að klára að prenta út fermingarkortin sem ég var búin að búa til og þegar því var lokið þá þurfti ég að bruna niðrí hraðbanka til að taka út pening til að gefa drengnum og nú er ég ný komin heim og klukkan orðin 00:21 og ég á eftir að fara í sturtu og skella í mig fastafléttur. Held ég verði að fara að haska mér... er orðin ansi lúin eftir skemmtilega annaríkan dag :)

Krílið kveður
Góða nótt

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Jæja eitt fallið í viðbót í kladdann

Gunnhildur heppna, dró spurningu í munnlegu prófi um efni sem enginn bjóst við að væri til prófs, frábært, ekki búin að lesa staf um þetta þannig að eina sem ég gat gert var að rifja upp það sem ég mundi úr tíma og fréttum og það var ekki nóg til að vita hver sagan á bakvið myntbandalagið er, stofnanir í kringum það, hver aðgangsskilyrði að evrunni eru og bla bla bla.... þannig að meiri hlutinn af 15 mínútunum mínum fór í að þegja, ég leit alveg rosalega vel út arrrgggg.

Annað pirrandi mál, gaurinn sem ég, Andrea og Harpa leigðum hjá er fífl... kom í ljós að við erum, eða Andrea er víst ennþá að fá senda rafmagnsreikningana frá íbúðinni. Orkuveitan er líka með undarlega starfshætti, Andrea hringdi strax og hún fékk fyrsta seðilinn og kvartaði yfir þessu og þeir ætluðu að redda þessu, en nei svo hélt þetta bara áfram og Andrea út í París og enginn fattaði neitt fyrr en Dúna, mamma Andreu, fer að fá senda desemberreikninga og svoleiðis rugl í pósti núna. Jæja við förum í málið og í ljós kemur að það eru óborgaðir reikningar upp á 30.000 kall og það eina sem við getum gert í málinu er að ganga á kall fíflið og fá hann til að samþykkja að greiða aftur í tímann, það væri okkur að kenna að hafa ekki skipt um kennitölu á reikningunum þegar við hættum að leigja... halló afhverju var það ekki sagt þegar Andrea hringdi í fyrsta skiptið og afhverju gerði kallinn það ekki... ekki þurftum við að samþykkja eitt né neitt þegar reikningarnir voru skráðir á Andreu í upphafi. Arrrgggg.
Any way Dúna hringir í mömmu kallsins sem sá um þetta í upphafi en hún er úti á Kanarí og segir okkur að hringja í kallinn bara, jújú ætlum að hringja í kallinn en nei þá er hann bara með leyninúmer, alveg frábært. Þannig að við verðum að gjöra svo vel að sitja um hann í íbúðinni, Dúna reddaði því, hann ætlaði að neita að skrifa undir helvítis fíflið, sagðist vera búinn að redda þessu og bla bla yeah right, krimma fífl, Dúna sagði bara við hann: ,,fyrst þú ert búinn að redda þessu þá sakar ekki fyrir þig að skrifa undir" og trúið mér Dúna getur verið ógnandi þannig að hann hefur ekki þorað öðru en að skrifa, þannig að það ætti að vera búið að redda þessu.

En já að gleðilegri hlutum... Alli frændi er að fara að fermast á sunnudaginn þannig að dagurinn í dag, eftir prófið, fór í að velja skraut og skemmtilegheit fyrir ferminguna. Geðveikt gaman og ég er búin að ráða mig í eldhúsið í veislunni, það verður sem sagt stórslys á borðum :). Ég er búin að vera að reyna að sannsa fermingarkort fyrir drenginn, skoða baby myndir af honum og svoleiðis... jeminn eini hvað hann var mikil dúlla, einstakt barn, sem hafði yndi af því að gera eitthvað af sér, baða dótið sitt í klósettinu, brenna sig á kjúklingaofni, stinga bróður sinn með blýanti, alveg yndislegur, og svaf aldrei í þokkabót, samt var hann á einhvern ótrúlegan hátt alltaf skemmtilegur og er enn þann dag í dag svona þegar maður skilur hvað hann er að segja ;o) Verst að þetta sýnir manni hvað maður er orðinn gamall, ég var bara krakki þegar hann fæddist en samt er eins og það hafi gerst í gær, ótrúlegt hvað lífið er fljótt að líða, en þegar lífið er svona frábært þá skiptir það engu máli, er bara fegin að vera ennþá lifandi...

Afmælisbarn dagsins er Kristján frændi, bróðir Alla fermingarbarns. Kristján er 12 ára í dag.

Og fyrst við erum að tala um afmælisbörn þá átti Ásta vinkona afmæli 29. mars og þar sem ég skrifaði ekkert þá, þá ætla ég að nota tækifærið og óska henni aftur til hamingju hérna :0)

Og svona fyrst maður er kominn á skrið, þá bið ég Hafdísi frænku afsökunar á að hafa gleymt afmælinu hennar þann 20. mars fær hún mínar hamingjuóskir hér :0)

Og svo á Þórarinn frændi líka afmæli í dag til hamingju Þórarinn þótt það sé öruggt að þú lesir þetta ekki :0)

Ég held ég sé bara hætt í bili

Krílið kveður og góða nótt

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com