<$BlogRSDURL$>

mánudagur, nóvember 21, 2005

Áminning!

Bara minna fólk á að þegar það sendir sms í gegnum simann.is að setja þá nafnið sitt undir, annars getur verið töluvert erfitt að svara því sérstaklega þegar það er sent um miðja nótt.

Takk fyrir

Krílið

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Alveg að tapa mér!




You Are Beer!



You don't need to get totally wasted when you hit the bars.
More of a social drinker, you just like to have fun with your friends.
And as long as the beer keeps flowing, you're a happy camper.
But don't mix things up: "Beer Before Liquor, Never Been Sicker!"


What alcoholic drink are you?


Merkilegt hvað maður dettur alltaf inní svona kannanir þegar maður á að vera að byrja próflestur :D

Þessi á nú töluvert vel við mig fyrir utan að ég drekk ekki bjór... kannski í kjölfarið af síðustu setningunni þarnar... Beer Before Liquor, Never Been Sicker! hljómar soldið kunnuglega :D


mánudagur, nóvember 14, 2005



Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.


Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.



Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.



Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?


Það fynda við þetta er hins vegar að ég á hvorki iPod né Fred Perry póló bol, ég á reyndar Adidas skó, ég horfi aldrei á OC og það sem mér finnst persónulega fyndnast að ég hakaði við möguleika í spurningunum að ég væri eldhúspartý týpan sem á samt að vera svo innilega á móti mér :D

En annars voða skemmtilegt próf :D

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Hvar er leynilegi aðdáandinn???

Já október er liðinn og enginn leynilegur aðdáandi látið sjá sig en ég örvænti ekki því nýjasta stjörnuspáin segir að ég eigi eftir að kynnast áhugaverðum einstaklingi í lok nóvember sem eigi eftir að láta mig sjá hlutina í nýju ljósi, afar spennandi ekki satt????

Maður er búinn að vera annsi slappur þennan mánuðinn, lítið gert af sér nema etið of mikið (alltaf út að borða er svo vinsæl to bad að það er enginn myndarlegur karlmaður sem er að bjóða mér heldur bara vinkonur, frænkur, foreldrar eða skólinn ekki að það sé neitt slæmt en það væri samt voða gaman að fara á alvöru deit með einhverjum jummy gæja sem léti mig renna til í sætinu... komin út í of nákvæmar lýsingar takk stopp)

Heyriði leikhús um síðustu helgi, Edda Björgvins alveg brilliant í alveg brilliant skilnaði... hló mikið og er búin að ákveða að knocking on heavens door með Guns'n roses verði spilað í minni jarðaför og ég er að meina það ;0)

Kíkti svo á humarhátíð með lagadeildinni í gær á Stokkseyri, við Harpa rúlluðum þangað bílandi í stað þess að fara með rútunni líkt og aðrir skynsamir vel drukknir laganemar gerðu. Æðislegur matur en þegar okkur var farið að líða verulega edrú þá ákváðum við að laumast burtu áður en maður tæki upp á því að slá kvöldinu upp í kæruleysi, detta íðað og annað hvort skilja bílinn eftir eða gista á Stokkseyri og vera á brjáluðum bömmer daginn eftir hvor möguleikinn sem yrði valinn þar sem skólinn er að gera útaf við mig með verkefnavinnu þessa dagana.

Tók mjög fáar myndir í gær, held þær hafi verið ca 5 en ein er af Bryndísi og Berglindi skála fyrir Hildi skvíz eins og þær höfðu lofað ... nenni ekki að setja myndirnar inn núna, alltof mikið vesen að þurfa að standa uppúr rúminu og ná í myndavélina og snúruna þannig að þær koma vonandi bara inn á morgun, allar 5 :0Þ

En ég ætla að fara að halla mér núna...

Krílið kveður.....

...... og bíður enn eftir draumaprinsinum

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com