<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, september 25, 2005

Og Þyrnirós svaf heila öld......

...... eða allavega heilan sólarhring og var ekki vakin upp með kossi frá draumaprinsinum heldu bara þeirri staðreynd að kominn var tími til að vakna og fara að læra.

Ef þið eruð ekki enn að kveikja þá stóð ég heldur betur við það að verða hauslaus á föstudag, kvöldið var samt algjör snilld þar til ég kynntist klósettskálinni á ellefunni aðeins of náið.

Ég, Bryndís og Matthildur byrjuðum á því að fara á Red chilli að fá okkur að eta... mæli með kjúklingasamlokunni... síðan var haldið á Ingólfsstrætið sjænað sig aðeins og hófum svo drykkju með tilheyrandi drykkjuleikjum og skot inntökum.

Síðan var haldið, mér til mikillar gleði, á ellefuna, hefði betur hætt að drekka þegar þarna var komið við sögu en nei mín fór beint á barinn og keypti ice og gajol skot og svo fór ég aftur á barinn og keypti tequila skot og svo aftur tequila skot og svo gajol skot og þar fram eftir götunum. Vinir Bryndísar sem voru þarna með okkur voru með einhver ítök þarna á staðnum þannig að við fengum einhverja sér þjónustu og vorum með heila hæð útaf fyrir okkur með sófasetti og læti og þar sátum við og spjölluðum en þegar aumingja strákurinn með gulltennurnar gerði sig líklegan og kyssti mig varð minni ekki þetta litla flökurt, afsakaði mig pent og skrapp á toilettið sem varð svo líka besti vinur minn það sem eftir var næturinnar. Bryndís þessi elska náði svo að sannfæra mig á að tími væri kominn á að halda heim á leið þannig að ég sagði skilið við vin minn stoppaði samt hjá samstarfsfélaga hans á neðstu hæðinni og heilsaði upp á hann í ca 10 mínútur en náði svo að koma mér út og tók nánast sprettinn á strætið og beint að sofa. Vaknaði svo um 10 leytið og spjallaði aðeins við Matthildi áður en hún fór, var nú í ágætis ástandi þá en lagði mig samt aftur og vaknaði um 12 leytið að ég hélt í ágætis ástandi og kíkti niður á Bryndísi og Sif sem by the way fá alveg 10 rokkstjörnur fyrir að vera góðir djammfélagar en þá fór maginn eitthvað á hvolf aftur þannig að ég lagði ekki í að fara heim fyrr en um kl. 14 og viti menn ég komst alveg upp úr göngunum án þess að þurfa að æla en þegar komið var upp á þennan skemmtilega bömpótta veg sem Skagamenn eru svo þekktir fyrir þá sagði maginn stopp en þar sem ég gat hvergi lagt bílnum þá náði ég á einhvern ótrúlegan hátt að rífa tannburstann minn og tannkremið upp úr poka og sat svo og keyrði og ældi í poka... þetta var bara fyndið :D

Svo þegar ég var loksins komin heim þá lagðist ég beint upp í rúm og fór að sofa, vaknaði um kvöldmatarleytið og fékk mér eina ristaða brauðsneið og kók og fór svo aftur að sofa og vaknaði ekki fyrr en um kl. 9.00 í morgun á sunnudagsmorgni en núna er ég líka alveg eldhress :D

En nóg af ævintýrum helgarinnar, verð að drífa mig að gera verkefni.

Krílið kveður..... eiturhresst og hætt að drekka tequila ;0)

föstudagur, september 23, 2005

Það stefnir í hausleysi ......

Já kæru vinir krílið ætlar að taka eitt stykki ofurdjamm í kvöld, það á að vera leiðinlegt, ömurlegt og hreint og beint fucked up djamm þar sem ég verð komin í bólið kl. 1:00 í nótt eða þannig... skemmtileg tvíræðni í þessum síðustu staðhæfingum sem ég vona þó að verði ekki að veruleika.... þ.e. hvorug merkingin.

En það stefnir allavega í það að stelpan verði hauslaus í nótt, búið að fjárfesta í töluverðu magni af áfengi auk þess sem fréttir herma að frítt áfengi verði hugsanlega borið á borð á einhverjum tímapunkti.

Drykkjuspil eru einnig í plönunum og það boðar aldrei gott, eins gott að gistiheimilið mitt sé nálægt miðbænum en ég vil koma á framfæri þökkum til þeirrar yndislegu manneskju/m sem ætlar að skjóta yfir mig skjólhúsi í nótt.... ;0)

Myndavélin verður með í för og aldrei að vita nema skemmtileg atvik verði fest á filmu og birt alheiminum í gegnum þessa síðu.... en ég lofa ekki neinu... er ekki enn búin að koma Danmerkurferðarmyndum í tölvuna en það verður vonandi bætt úr því fljótlega.

En nánari útlistun á afrekum kvöldsins verða birtar á morgun eða hinn, allt eftir ástandi og getu.

Þangað til... over & out
Krílið

miðvikudagur, september 21, 2005

It's alive...

já börnin góð krílið er vaknað og komið á kreik en ekki vera hrædd því það bítur bara stundum alls ekki alltaf og eru aðeins fáir útvaldir og þá bara þeir sem eru af gagnstæðu kyni sem verða fyrir biti. Nei nú er ég farin að gefa upp of miklar upplýsingar en já það er nú alveg minnst að frétta svona fyrir utan það að vera orðin malbiksgella in theory allavega, það er víst búið að malbika flestar sveitar núna þannig að ég var víst orðin malbiksstelpa fyrir löngu síðan en samt ekki svona eins og orðtækið meinar það að flytja á malbikið æ fuck ég er bara farin að steypa jájá steypa malbik what ever það er verið að helluleggja stéttina úti hjá okkur, kenni því algjörlega um þetta rugl hjá mér :0D

Skólin er byrjaður og stelpan keypti sér "jeppa" til að ferðast um á í vetur, ekki veitir af fyrst veturinn ætlar að byrja svona snemma vaknaði við hvíta jörð í gær (varð reyndar grá mjög fljótt aftur) og orðið ískalt úti, urðum meira að segja að kynda upp í arninum í kvöld, djöfull er nú nice að hafa svona arin, það bara funhitnar allt húsið á no time við að kveikja svona í ;0)

Hei fór í rope yoga tíma í kvöld með múttu, snilldar æfingar, á eftir að fá killer magavöðva eftir þetta en verð sennilega að sætta mig bara við harðsperrur dauðans næstu dagana.

Jæja ætla að fara að læra

Krílið kveður
og munið... elskiði friðinn og kyssiði kviðinn.... (híhí gangi ykkur vel)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com