<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Nett pirruð...

Frekar pirrandi þegar maður keyrir alla leið suður til að fara í tíma og kemst síðan að því að það er ekki tími og tilkynning um það kom korter fyrir tímann... ekkert verið að hugsa um okkur sveitalubbana.

En annars er bara allt gott að frétta... París var frábær... nýttum tíman vel í að labba um og skoða og borða góðan mat... hitti líka Andreu mína og það var náttúrulega hreint út sagt frábært ;0)

Hey sá líka Monu Lisu í þetta skiptið :D nú þarf ég ekki lengur að skammast mín fyrir að segjast hafa farið í Louvre en ekki séð Monu Lisu... ekki að þetta hafi verið eitthvað merkilegt... ég reyndar bjóst við að hún væri minni þar sem allir tala um hvað hún sé lítil ... finnst þetta nú bara alveg eðlileg stærð af svona mynd...

Annars er margt þarna sem er mun skemmtilegra að skoða eins og múmíur og svona gamalt dót... maður þyrfti alveg viku þarna til að geta skoðað allt... en maður fer þá bara aftur seinna.

En já jæja ég ætla að kíkja í bóksöluna og kaupa eina bók og athuga í leiðinni hvort ég finni einhverjar heimildir fyrir allar þessar ritgerðir sem ég er að fara að skrifa... stress stress stress.

Krílið kveður... ekki svo pirruð lengur... meira bara stressuð.

föstudagur, febrúar 16, 2007

Tvo daga í röð!!!

Kannski ekki beint til að hrópa húrra fyrir þar sem ég sit núna kl. 01:38 á hótelherbergi 502 á hótel Sögu... heyri Bogomil Font og Bjarna Ara og Milljónamæringana spila niðri öðrum hótelgestum sennilega til mikilla ama en svona er það bara... fólk verður að fá að halda sína árshátíð. Já ég sem sagt ákvað að láta þetta gott heita í kvöld, finnst eiginlega merkilegt hvað ég hef náð að halda þetta lengi út miðað við svefnlausa nótt og langt frá því góða heilsu... fín árshátíð í alla staði og ég meira að segja var bara nokkuð sæt og fín þrátt fyrir almennan slappleika og stíflað nef.

Sit hérna og læt líða úr löppunum á mér... dansaði bara nokkuð mikið meira að segja... er samt mikið að spá í að fara að fá mér smá hóstasaft og reyna að sofa eitthvað... veit ekki hversu vel það á eftir að takast... ætli maður reyni ekki að vakna í morgunmat og svona... Bryndís á víst að mæta í vinnu á morgun ... spurning hvenær hún láti sjá sig... hún var að byrja í dansfílingnum... öss hækka þeir ekki bara í græjunum núna... dj-arnir sennilega teknir við... núna fer einhver og kvartar hahaha :D

En já svefninn kallar...

DjammKrílið þreytt

Nacht nacht.

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Bölvuð veikindi....

Já leiðindi hér á bæ... allir á heimilinu í bælinu og viðbjóði og volæði... man ekki eftir öðru eins.
Erum nú samt eitthvað að koma til en síðustu tveir dagar voru hreint helvíti. Maður gat hreinlega ekki hreyft sig... fékk beinverki í puttana meira að segja... alveg hreint magnað.

En ég vona nú að ég verði aðeins meira skárri á morgun þar sem árshátíð Lögréttu verður haldin þá í Súlnasal ... við Bryndís verðum flottar á því með hótelherbergi eins og venjulega ;0) Og þá er bara að vona að ég passi í kjólinn... átakið klikkaði algjörlega í einhveru stresskasti og veikindum. Ætla í fínum galakjól þótt ég viti ekki um neinn sem ætlar í svoleiðis en það yrði þá ekki í fyrsta skiptið sem ég væri over dressed. Ætla í greiðslu og vera soldið elegant. Sjáum svo til hvernig það tekst með hor í nös og vískírödd og hósta. Verð að passa mig á að drekka ekki of mikið... verð örugglega orðin vel drukkin á 2. glasi.

Síðan er þorrablót á laugardag... merkilegt að maður þurfi akkúrat að vera veikur þegar það er svona brjálað að gera hjá manni í djamminu... samt skárra að það sé núna heldur en í næstu viku því þá er ég að fara til Parísar að hitta minn heittelskaða og auðvitað að kíkja á hana Andreu mína... verður bara snilld.

En já liðið er farið að heimta pizzu sem þýðir að ég á að hringja og panta hana... læt þetta því duga í bili... skal reyna að standa mig betur framvegis...

Hilsen

Krílið

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com