<$BlogRSDURL$>

laugardagur, júní 30, 2007

Jæja látum reyna á það...

Það er best að standa við gefin loforð og hefja blog að nýju um líf mitt í nýju landi.
Þannig er reyndar mál með vexti að ég hef nú ekki frá svo miklu að segja, líf mitt hér er hálf viðburðarlaust, ég sit aðallega á daginn og læt mér leiðast þar til prince charming kemur heim úr vinnunni og bjargar mér frá leiðindunum ;0)

Ég hef sem sagt enn ekki fengið neitt að gera hérna en er að setja allt á fullt við að reyna að finna vinnu, gengur ekki lengur að hanga svona og gera ekki neitt.. ekki gott fyrir heilsuna.

Kallinn fór svo til Íslands um síðustu helgi og þá var ég ein hérna úti, það var reyndar ekki eins slæmt og ég hélt enda var hann ekki svo lengi, ég fór bara og púlaði í ræktinni, kíkti svo í mat til vinafólks okkar hérna úti og þaðan á útitónleika sem voru þar í nágrenninu, misstum reyndar af the Hives en náðum Queens of the Stoneage og the Killers... varð nú ekki fyrir vonbrigðum með drottningarnar og morðingjarnir voru fínir en við ákváðum samt að fara fyrr þar sem það var komið ískyggilega mikið af eldingum í kring, enda rétt sluppum við til baka áður en það kom hellidemba, svo keyrði ég heim í þvílíkri rigningu og eldingarnar allt í kring, mjög kúl.
Síðan var bara húsið þrifið hátt og lágt þar til kallinn kom aftur... og svo ég monti mig aðeins þá keyrði ég alein heim af flugvellinum og keyrði svo ein þangað aftur til að ná í hann, þvílíkt dugleg... þurfti meira að segja að keyra á hraðbrautum og allt... ógó stolt af mér ;0)

En núna þarf ég að fara að elda... kallinn er í golfi svo það er best að vera tilbúin með matinn á borðið þegar hann kemur heim... leika duglegu húsmóðurina svona einu sinni :-Þ

Krílið kveður í bili
kossar og knús

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com