<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Enginn snjór og lúxus líf....

Þá er maður kominn til bankaborgarinnar Luxembourg, flaug hingað á föstudag og það var bara þokkalegt... minna mál að fara í svona tengiflug en ég bjóst við, flugvélin frá Köben til Lúx var samt ekki upp á marga fiska, pínulítil rella og ekkert nema businesskallar um borð, fyrir utan skrítna strákinn sem sat við hliðina á mér og foreldra hans. Tók samt ekki nema einn og hálfan tíma þannig að það slapp alveg.

Er svo bara búin að vera í afslöppun og dekri síðan, afar góður við mig strákurinn, bjóst svo sem ekki við öðru ;0) Kom mér líka skemmtilega á óvart ... lét mig sækja einhverja miða "fyrir vin sinn" í Úrval Útsýn en lætur mig svo opna umslagið og viti menn er þar ekki bara að finna fjóra miða á Man.Utd v. Benfica þann 6. des á Old Trafford... OMG ég er að fara á leik... í fyrsta skiptið og ekki nóg með það, heldur gistum við líka á Hilton hóteli ... glænýju 5* hóteli... ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga þetta skilið... en ég er yfir mig ánægð ;0) Vinafólk Halldórs koma líka með og verður þetta frábært... fyrsta skiptið sem ég kem til Englands líka ;0) VÍVÍVÍ

En nóg um það.... Verð nú að viðurkenna að ég er smá fúl yfir að missa af öllum snjónum heima á klakanum, hefur ekki gerst í mörg ár að það hafi snjóað svona mikið. Hins vegar þá er afar ljúft að vera bara hérna í hlýjunni, fórum á æðislegan ítalskan veitingastað í gær og eftirá þurftum við að rölta aðeins til að komast í bílinn og veðrið var svo æðislegt og borgin mjög falleg, hefði alveg verið til að rölta bara aðeins um ef ég hefði verið í betri skóm og skárri í bakinu... ætlar að vera eitthvað þrálátt þetta bakdæmi hjá mér.

En jæja ætla að láta þetta duga í bili, ætlum að horfa á einhverja mynd og hafa það kósý ...

Reyni að vera dugleg að skrifa á næstunni

Krílið kveður

Farið varlega í snjónum

mánudagur, nóvember 06, 2006

Undur og stórmerki

Já nokkuð ljóst að Krílið ætlar ekki að klúðra þessu alveg strax og halda uppteknum hætti og halda áfram að blogga þótt það ætti að vera að gera eitthvað allt annað og merkilegra.

Heilsan svona eitthvað að koma til, þetta læknadóp sem ég fékk er þó ekki að virka eins og skyldi að mínu mati, hefði örugglega verið jafn fljót að ná þessu úr mér sjálf bara. Held þeir hafi látið mig hafa eitthvað lyfleysu dæmi bara... haldið að ég væri svona trúgjörn...

En já... er svo á fullu að vinna í LOGOS í afar skemmtilegum verkefnum, gæti alveg hugsað mér að vinna á svona stofu. Bjóst einhvern vegin við allt öðru þegar ég fékk tilkynningu um starfsnámið. Kom því skemmtilega á óvart.

Fór á humarhátíð Lögréttu um helgina, verð að segja að ég skammaðist mín töluvert fyrir að vera þarna sem hluti af þessum hóp, varð kannski meira vör við það þar sem ég var edrú, en það var einhver undarlegur tryllingur í liðinu og mestu ósiðir hafðir frammi, reyndar versti parturinn framkvæmdur af aðila sem tengist Lögréttu ekkert en ýmislegt annað hefði mátt virða. Verð að segja að það kæmi mér ekki á óvart ef Lögrétta fengi ekki að halda aðra humarhátíð á þessum stað og við eigum að heita fullorðið og skynsamlegt fólk.

En best að halda áfram að vinna... brjáluð verkefnatörn og styttist óðum í Lúx

Krílið kveður

Grow up!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com