<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, mars 28, 2004

Ojbara hvað ég er södd!!!

Tvær fermingarveislur = virkilega útblásinn magi.... Tvær matarveislur, með sjúklega góðum mat er of mikið á einum degi. Djöfull væri samt nice að láta ferma sig núna maður.... 230.000 kall í peningum hjá einum frænda mínum... ekki svo slæmt... gæti alveg notað það allavega.

Ég á að vera að læra núna en ég er bara of södd til þess, (sjáið hvað maður er duglegur að finna sér afsakanir) ég er samt í djúpum skít ef ég byrja ekki á fullu á morgun, það er ekkert smá efni sem ég þarf að læra til þess að ná þessu helvítis prófi... þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er hrædd við þennan kennara sem ég er að fara í próf hjá... Einar Páll Tamimi hefur ekki orð á sér fyrir að vera gæddur hæfileikum til mannlegra samskipta og ég býst við að hann byrji á að brjóta mann niður með einhverri fáránlegri spurningu í munnlega prófinu... þótt maður eigi eftir að telja sig kunna spurninguna sem maður dregur og er búinn að plana að fara inn og byrja að tala og tala þá á hann pottþétt eftir að grípa inní hjá manni og spurja mann um eitthvað sem er svo óskiljanlegt að ég á eftir að brotna saman og fara að grenja ... buhu.

Ég held ég fari að sofa og vakni bara snemma til að fara að læra....

Krílið kveður og góða nótt.

laugardagur, mars 27, 2004

ZZZZZZZZZZZZ

Haldiði ekki að stelpan hafi ekki bara fengið að sofa í heila 10 tíma í nótt.... eftir að hafa verið búin að sofa í 6 tíma á tæpum þremur sólarhringum og þar áður bara max þrjá fjóra tíma á sólarhring í nokkra daga.... getið rétt ímyndað ykkur hvað maður lítur vel út þessa dagana :o)

Náði loksins að leggja mig í tvo tíma í gær eftir 34 tíma vöku vegna verkefna vinnu, það var nóg til þess að ég var eiturhress í gærkveldi og ákvað að skreppa með Moniku á rúntinn og Mörkina, það er nú varla til frásögu færandi nema á Mörkinni hittum við margt helst til undarlegt fólk. Þegar við vorum ný sestar niður og komnar með coke í glas, þá gengur að okkur maður tekur í spaðann á okkur og kynnir sig sem Rögnvald eða eitthvað álíka og fer svo bara að segja okkur frá öllum sem hann þekkir á Skaganum... vægast sagt undarlegur maður... fattaði líka í dag að þetta er sami gaurinn og stokkaði Guggu systur á tímabili í haust :) En jæja okkur tókst allavega að fæla hann frá okkur eftir dágóðan tíma og vorum farnar að spjalla aftur þegar þessi líka blindfulli kall kom og settist hjá okkur og fór að fræða okkur um að hann væri enginn perri. Jahá það er er einmitt það einhvern veginn vekur það upp meiri grunsemdir hjá manni ef menn byrja á því að reyna að telja manni trú um að þeir séu engir perrar... finnst ykkur ekki. En eftir að hann var búinn að hrella okkur í smá stund, og þá sérstaklega Moniku, þá fór hann loksins og þjónustuliðið á Mörkinni kom til okkar og sagði að ef við værum í einhverjum vandræðum með þetta lið þá skyldum við bara gefa merki og dyraverðirnir myndu koma og fjarlægja mennina, fólk greinilega farið að taka eftir þessu :) við urðum nú samt ekki fyrir meiri hrellingum um kvöldið sem betur fer :)

Any way verkefnið sem átti að taka smá stund en tók sólarhring er búið og þá er bara að snúa sér að próflestri, fyrsta prófið lokaprófið á fimmtudaginn og það verður slátrun... gekk ekki það vel í miðannaprófunum.

Matur... verð að fara.

Krílið kveður.

fimmtudagur, mars 25, 2004

Hjello.....

Sit hérna í tíma dauðans og bíð eftir því að geta hlaupið út í bíl og brunað á KFC þar sem meiri hlutinn af skvízunum ætlar að birgja sig upp af orku fyrir sólarhrings verkefnavinnu sem býður okkar á slaginu 12. Tvær skvízurnar eru með einhverja stæla og ætla bara að fara að eta gras, hver fórnar bara KFC fyrir gras.

Annars er lítið að frétta.... jú Begga er að plana heimkomu um páskana og við erum að skipuleggja djamm og Lilja skvíza ætlar að öllum líkindum að koma með okkur á páskaball.... hún fær bara engu um það ráðið, hún kemur bara með og hana nú :) og Daði fær ekkert um það ráðið heldur :)

En ég er sem sagt loksins að fara að sjá fyrir endann á vökudögunum miklu búin að skila af mér öllum glósunum sem ég átti að glósa og þegar þetta sólarhringsverkefni / heimapróf er búið þá legst maður bara í próflestur.... fyrsta prófið í næstu viku.... jæks.... það verður feitt fall þó ég voni auðvitað ekki.

En já best að hætta... það eru komnar þvílíkar umræður um hvort við eigum að borða á staðnum eða take away.... ég verð að blanda mér í málið...

Krílið kveður

þriðjudagur, mars 23, 2004

Hæbbs!

Djammið heppnaðist einstaklega vel og við ég þakka Einari fyrir að bjóða mér í þetta frábæra partý og þeim skötuhjúum fyrir gera partýið svona frábært... sérstaklega fyrir frábæra freyðivínsflösku.... allt hundamatnum sem Tryggvi nappaði svona skemmtilega að þakka og varð það til þess að við unnum með svona glæsibrag, Go Tryggvi, Go Monika, Go Snorri, Go Ella, Go Norsari og Go ég jibbý..... held ég sé ekki að gleyma neinum :Þ

Ballið líka mjög skemmtilegt, gleymdi samt alveg að fylgjast með Helga Björns... mér var tjáð að hann hafi verið annsi þreyttur.... ég skemmti mér allavega vel fyrir utan þá tíma sem ég varði í að reyna að skilja þessa norsara... algjörlega vonlaust þannig að ég hljóp bara í burtu í hvert skipti sem færi gafst... ég veit ég veit Gunnsa skræfa en þið mynduð skilja mig ef þið hefðuð verið í mínum sporum.

Heyriði og svo það besta... vinir mínir halda að ég sé að reyna við félaga minn sem er náttúrulega BARA fyndið, ég talaði við hann í max tvær mínútur á djamminu og ég er að reyna við hann... en því miður þá er ekkert til í því... það er annar sem á hug minn þessa dagana ;o)... bara hafa þetta á hreinu krakkar mínir, ég sver það ég verð að fara að hætta að brosa :D

Annars er það að frétta að það eru vökudagar, var að glósa evrópurétt til klukkan átta í morgun og það er stefnt á refsirétt í nótt.... merkilegt hvað ég er með vanstillta klukku.

En það er best að halda áfram læra læra læra .... jey þetta er svo gaman...

Blessó
Krílið kveður

laugardagur, mars 20, 2004

YYYEEEEEESSSSSSSSSSSS

Deep Purple á leiðinni til landsins og ég er svo að fara... þótt ég missi af öllum öðrum tónleikum þá skal ég komast á Deep Purple.

Annars partý í kvöld, svaka stemmari, Einar á afmæli, til hamingju með afmælið elsku Einar. En já sem sagt partý og ball... vonandi.... gleymdi að fara í forsölu... snökt snökt buhu.... eins gott að það verði ekki uppselt... ekki oft sem SSSól spilar á balli....

en nau nau nau.... júróvision í beinni bara .... aaaaaaaaa snökt snökt Jónsi væmni að hlaupa á eftir stelpu í myndbandinu... skemmtilega væmið lag, soldið í anda írsku júróvisionlaganna, ekki vinningslag held ég.... nokkuð viss um það en annars er ég ekki alveg sérfræðingurinn í þessu... er yfirleitt of drukkin til að geta spáð of mikið í keppnunum þegar eru í sjónvarpinu :)

En já djamm á eftir, Formúla í fyrramálið... Man.utd. vann í dag, litlu strákarnir og Giggs redduðu þessu. og svo verður lært og lært og lært og lært .... ég er í svooooo djúpum skít að það er ekki sniðugt...

En vá er klukkan orðin svona margt... það er mæting í partýið uppúr kl. 21 og ég er ekki farin að spá í hverju ég ætla ... jemin ég er farin bæ

þriðjudagur, mars 16, 2004

Eitthvað mis í gangi!!!

Það virðist sem þetta blogg sé ekki alveg að virka... textar að detta út og svona á meðan ég sef.... mjög sniðugt... en við látum það nú ekki á okkur fá... það eru ekki svo margir sem lesa þetta hvort eð er :o)

Ég er að spá í að ganga í klaustur í Póllandi, þar virðist vera frjáls aðgangur að messuvíninu, skemmtilegasta frétt sem ég hef heyrt lengi, nunna í Póllandi var tekin fyrir að ölvunarakstur á traktor og áfengismagnið í blóði hennar var 17 sinnum of mikið miðað við leyfilegt magn þar í landi. Bara snilld.

En fréttirnar í dag voru ekki eins skemmtilegar, ég var næstum því búin að keyra útaf í dag þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum, hræðilegt með litla strákinn á Selfossi, ég fór bara að hágráta nánast. Ég bið alla sem eiga vopn að koma þeim fyrir þar sem börn ná ekki til, ég er búin að lesa um of mikið af svona málum á stuttum tíma. Hræðilegt og sorglegt.

En úr hryllingnum og í eitthvað meira upplífgandi, djamm um næstu helgi, fékk boð um það í gær... takk Einar ;o) Það verður stemming eins og venjulega.... SSSól ball og læti bara. Allir að fjölmenna JEY:oD

Æji ég nenni ekki að skrifa meira í bili...

Takk og bless
Krílið kveður

sunnudagur, mars 14, 2004

Og by the way.... ef einhver minnist á leikinn í dag, þá er hann dauður. Þótt það hafi verið pínkulítil sárabót að horfa á Owen klúðra sínum færum, þá dugði sú ánægja ekki nema í örfáar sekúndur. AARRRRGGGGGG

Takk og bless

Hermenn, þyrlur, orustuflugvélar, byssur og grrrrrr

Vísó á föstudaginn var ein vel lukkaðasta ferð sem ég hef farið í, heimsókn til varnarliðsins, sýsla á Keflóflugvelli og í leifstöð var bara einstaklega gaman ef frá er talið stórhættulegur bílstjóri sem átti í

miðvikudagur, mars 10, 2004

Jæja góðan daginn og sælt veri fólkið

Ég hef ekki haft rænu á að skrifa þessa dagana sökum annan í skólanum, próf á föstudag og ég að reyna að klára að glósa minn hluta í glósuhópnum, reyna að standa mig svona einu sinni svo ég verði ekki rekin, það verður að segjast að ég er ekki allra samviskusamasti glósarinn í hópnum og en fæ það líka þ.a.l. beint í hausinn þegar fólk er orðið virkilega pirrað og farið að reka á eftir manni.... úps :)

Annars er lítið að frétta... Mínir menn fóru illa að ráði sínu í gærkveldi þegar þeir töpuðu fyrir einhverjum helv... Portúgölskum leikurum, dómaraskandall að mínu mati... markið var fullkomlega löglegt. En það þýðir lítið að gráta það, búið og gert... mamma komst reyndar að því að það er til skap í mér... held að hún hafi orðið meira en lítið hissa þegar teppið fékk að fljúga þegar van Nistelrooy klúðraði færi á lokamínútunum, litla rólega barnið með læti.... úps :)

Fór á ball um helgina... ætlaði að vera róleg en það var bara svo helvíti gaman að ég var ekkert rosalega róleg... fór samt snemma heim af ballinu, fyrir þrjú, formúlan skiljiði, þar létu mínir menn í minni pokann gegn Ferrari og Renault, ekki bjartir dagar í sportinu hjá mér þessa dagana greinilega.
En ballið já, Á móti sól stóð fyrir sínu eins og venjulega... einu böllin sem sótt eru á Skaganum eru á móti sól böll, alveg ótrúlegt. Ég gerði ekkert af mér frekar en venjulega en varð þó vör við undarlegar flengingar frá ónefndum aðila... veit ekki hvað var þar í gangi.
Menn voru misánægðir með brottför mína af ballinu, ég missti víst af svakalegu pulsupasta partýi að hætti Svandísar, eftir ballið, sem minnir mig á það, ég þarf að fara að ná í tequila flöskuna mína og hanskana, redda því við tækifæri.... úps :)

Ég ætlaði að fara í heimsókn til Lilju giftu í vikunni en eins og venjulega þá verð ég víst að svíkja það, ég eiginlega skil ekki afhverju hún er ekki búin að gefast upp á mér, ég er alltaf að svíkja hana, það er eiginlega alveg ótrúlegt hvernig það hittist alltaf þannig á að allt er að gerast þegar ég ætla mér í heimsókn. Ég hlýt að komast í næstu viku.

Heyriði ég ætla að einbeita mér smá að tímanum.... spennandi dómar í gangi.

Krílið kveður

föstudagur, mars 05, 2004

Hóst Góða kvöldið Hóst

Hápunktar dagsins eru kvengolfari sem var einu sinni karlmaður, 27 barna móðir og Evrópuréttur.

Maður hlýtur að velta fyrir sér sanngirnissjónarmiðum sem skjóta upp kollinum þegar karlmaður lætur breyta sér í konu og fer svo að spila kvennagolf. Það er staðreynd að karlmenn eru almennt betri í íþróttum en konur, þeir eru einfaldlega sterkari. Hvernig getur þá verið sanngjarnt að kona sem var einu sinni maður og býr þar af leiðandi yfir meiri líkamlegum styrk en venjuleg kona, geti keppt í kvennadeild í golfi? Ef svarið er nei þá er spurningin hvar ætti hún þá að keppa? Ekki getur hún keppt með köllunum eða hvað, það ætti kannski að búa til nýja sérstaka deild fyrir kynskiptinga. Það væri gaman að sjá hvað Gunnar í Krossinum hefur að segja um þetta mál, hann virðst hafa mikinn áhuga á svipuðum málefnum, eins og Sigga skvíza hefur bent á.

Any way, ég var að horfa á 60 minutes II í dag, endursýndan þátt, og sá umfjöllun um konu sem hefur ættleitt 27 fatlaða stráka og á þar af auki fatlaðan eiginmann. Ef þetta er ekki hetja þá eru hetjur ekki til. Ég meina strákarnir voru allir voða happy enda höfðu þeir fullt af spilakössum og tölvum og dóti til að leika sér að, allir gengu í venjulegan skóla og sumir voru komnir í vinnu eða voru leikarar (einn sem lék í Boston Public). En kostnaðurinn VÁ, hún fær náttúrulega styrk með hverju barni en matarreikningurinn var 60-70 þúsund krónur á viku og milljónir fóru í iðjuþjálfa og annað slíkt á MÁNUÐI, þannig að ekki er hún að þessu fyrir peningana. Supermamman sá nefnilega Oliver Twist þegar hún var krakki og ákvað þá strax að framtíð hennar myndi felast í því að ættleiða börn svo þau þyrftu ekki að búa á munaðarleysingjahæli. Og svona til að bæta smá skrauti á kökuna þá voru megnið af strákunum hennar einmitt að leika í Oliver Twist þegar þátturinn var tekinn upp..... ooohh isn't that sweet ooohh mússý mússý.

Af mér er hins vegar ekkert að frétta, nákvæmlega ekki neitt, ég er ennþá með þessa helvítis pest og er ennþá að lesa þennan helvítis Evrópurétt, ef einhver sem les þetta er góður í ensku lagamáli og er tilbúinn að taka að sér að þýða tæplega 1300 blaðsíðna bók þá endilega hafið samband.

Ég ætla samt að reyna að hrista af mér leiðindin á morgun og drekka úr mér pestina og skella mér í partý og jafnvel á ball haha jahá hmmm, en núna ætla ég að halda áfram að læra jibby.

Hafið það gott í kvöld.
Krílið kveður.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Góða kvöldið fólk

Hósti, hor, hálsbólga og hausverkur eru viðfangsefni dagsins, svaf ekki dúr í nótt, svitnaði og skalf til skiptis, hata pestir, ég sem hélt að ég væri að komast í lag í gærkveldi... aarrrrggggg.

Eyddi deginum í að reyna að læra Evrópuréttinn en sökum viðloðandi höfuðpínu þá gekk það mjög illa, einhverra hluta vegna var mun auðveldara að búa til boðskort handa Alla frænda. Það hins vegar minnti mig sárlega á hversu gamall maður er að verða eða er orðinn. Þegar litli frændi manns er að fara að fermast og vinir manns farnir að skipuleggja matarklúbb þá er það víst nær öruggt að maður er farinn að eldast OF hratt. Ég og Yamaharu vorum einmitt að tala um hversu sorglegar við værum, við getum ekki verið með í matarklúbbnum því við búum enn í foreldrahúsum og það er frekar vonlaust að þurfa að reka foreldra og systkini út á matartíma. Very sad. Reyndar ef ég á að segja eins og er þá finnst mér bara best að vera heima, ég hef prófað að leigja með vinkonum mínum en það hentar mér bara miklu betur að vera heima hjá ma & pa, enda er ég yngst og hef nóg pláss fyrir mig í öllu þessu húsi. Ég fer kannski að hugsa um að flytja að heiman ef ég finn einhvern almennilegan gaur sem ég á einhverja framtíðarmöguleika með, hvar sem þá er að finna. ;o) Ekki það að það sé ekki nóg af þokkalegum gaurum þarna úti en ég er bara svo skemmtilega vandlát og erfið í sambúð að ég treysti ekki hverjum sem er í að takast á við mig :) (úff þetta hljómaði eins og ég væri að reyna að sannfæra sjálfa mig um að ég sé algjörlega meðvituð um ástæðurnar fyrir því að ég er ennþá á lausu). Any way, gömul er ég að verða og það verður bara að hafa það, svona er gangur lífsins.

Æji alltaf sama sagan klukkan orðin 23:32 og ég á eftir að lesa hellings, best að hendast upp í rúm að gera eitthvað, og kannski að reyna að sofa eitthvað... hmmmm.

Krílið kveður og býður góða nótt.

mánudagur, mars 01, 2004

Jæja dömur mínar og herrar

Þá er maður kominn heim úr borg evrópumálanna og í blíðuna á Íslandi. Það fór náttúrulega þannig eins og alltaf þegar ég fer erlendis að veðurfarið tók stakkaskiptum. Þegar ég bjó í Hollandi þá ringdi stanslaust í átta mánuði, hafði ekki ringt svona mikið í hundruð ára eða svo var mér sagt. Þegar ég fór á Kanarí þá ringdi líka meira en hafði gerst lengi og eyjaskeggjar voru endalaust stoltir af waterfall-unum sínum (greynilega aldrei séð íslenskan foss), og nú þegar ég var í Brussel, þá snjóaði, og fólk sem hafði búið þarna í átta ár mundu ekki eftir svona snjó. Alveg magnað.
En það kom ekki að sök, maður sat hvort eð er inni á fyrirlestrum í tæpa tíu tíma á dag og í 60°C hita, Belgar eru alveg ótrúlegir, þeir virðast kynda híbýli sín á öfgafullan hátt, hótelherbergið og fundarsalir voru svo heitir að maður gat ekki sofið á næturnar og ekki haldið sér vakandi á daginn í fyrirlestrum. Ég uppgötvaði allavega notagildi glósublaða og túristabæklinga, þeir henta mjög vel sem blævængir. Ekki skrítið að maður sitji hérna með hor í nös og bólginn háls, ekki það besta að fara úr svitastorknum herbergjum og út í snjó, tala nú ekki um að fara í metro-inn þar sem endurunnin sýklastarfsemi fer fram í stórum skömmtum.
Ferðin var nú samt mjög lærdómsrík þótt ekki hafi verið mikið um djammið á mínum bæ, hafði ekki orku í það eftir alla þessa fyrirlestra, enda var það ekki markmiðið með ferðinni að djamma, þá hefði ég alveg eins getað verið heima og farið í brúðkaupið hjá Lilju og Daða. Nei EFTA, framkvæmdastjórn EU (ESB) og almenn starfsemi þessara stofnana var það sem ég var að leita eftir, ótrúlegt en satt, og sem bónus fengum við að heimsækja lögfræðiskrifstofu þarna úti þar sem stórskemmtilegur skoti fór hreinlega á kostum í kynningu sinni á stofunni, og það góða er að sá gaur ætlar að koma og kenna okkur HR laganemum á næsta ári, það verður bara snilld.
En þrátt fyrir að af ofangreindum orðum megi álykta að ferðin hafi hreinlega verið ömurleg út í gegn þá var það alls ekki svo, maður skrapp í matarhléum á veitingastaði og fékk sér mat og vín og svo fór maður upp á hótel eftir fyrirlestrana og hámaði í sig brauð og osta og drukkum vín með. Þar að auki voru þrjú partý haldin á herbergi 1719, þau voru mjög róleg og fín, sat fólk bara þvers og kurs í rúminu og spjallaði og drakk. Þetta var alveg nóg fyrir okkur gömlu konurnar í 1719.
Laugardagurinn fór svo í verslunarleiðangur, og skvízan sem ætlaði ekki að kaupa neitt fór bara yfir um í H&M og C&A og Cool Cat og Pimky og og og já sem sagt 50.000 kall farinn í gjafir og sjálfa mig þannig að bæbæ árshátíð Visku. En það var þess virði að sjá svipin á family-unni, sérstaklega guttunum hennar Guggu þegar ég opnaði ferðatöskuna og ég tala nú ekki um svipinn á Guggu sjálfri þegar ég dró upp alla bleiku bolina ;)
En já sunnudagurinn fór svo bara í túristalabb frá 13-16 og svo rútuferð, flugferð og bílferð frá 16-03 ekki það besta fyrir afturendann á manni hmmm.

Þetta er svona ferðasagan í megin atriðum, kannski ekki ýkja áhugaverð fyrir leikmanninn þar sem ég er alveg hætt að gera skandala í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur, ekkert gaman orðið af mér lengur.

Ég verð víst líka að biðjast afsökunar á að hafa ekki skrifað hérna á meðan mar var í útlöndunum en það var bara ekki alveg efst á to do listanum eftir fyrirlestrana að setjast fyrir framan tölvuna og skrifa um þær aðferðir sem ég fann uppá til að halda athyglinni á fyrirlestrum.

En ég ætla nú að láta þetta duga í bili og fara að sofa í hausinn á mér og ná þessari pest úr mér svo ég geti nú skroppið í skólann á morgun.

Blessó

Ps. Til hamingju með afmælið Sveini.... efast samt um að þú lesir þetta :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com