laugardagur, desember 25, 2004
Gleðileg Jól
Jæja sælt veri fólkið og gleðileg jól allir saman.
Þessi jól hafa nú verið með þeim betri... mér tókst að hemja mig í átinu (er meira að segja svöng núna í augnablikinu) og fjölskyldan er búin að hafa það rosalega nice yfir jólin. Buddan er reyndar heldur léttari en venjulega en hvað gerir maður ekki fyrir þá sem maður elskar
Svo fékk maður náttúrulega fullt af pökkum og ekki að sjá að hófs hafi verið gætt í gjafavalinu þetta árið, helst ber að nefna heilsukodda, skó, tvennar buxur, tvenna boli, íþróttagalla, tvenna eyrnalokka, belti, make up kit, húfu, bók, boxhanska og ég veit ekki hvað... manni ætti ekki að skorta neitt í bráð allavega
Allir virðast líka nokkuð sáttir við gjafirnar sem ég gaf þessi jólin þó ég sé nú reyndar ekki búin að heyra frá öllum.... ég vona allavega að flestir séu sáttir nú ef ekki þá á nú ekki að vera mikið mál að skipta hlutunum
Any way... prófin hafa komið betur út en á horfðist, búin að fá einkunn í fjórum prófum af fimm og búin að ná þeim öllum
haha já ykkur er hollara að trúa því .... en ég hlýt nú samt að falla í því sem ég á eftir að fá að vita.... ég trúi ekki öðru.... fer nú ekki að taka upp á því núna að falla ekki í neinu.
Annars voða lítið að frétta.... ég er ennþá sama ruglaða piparjunkan og ljóskan það lagast sennilega aldrei úr þessu en er það ekki bara í góðu lagi
Heyriði þetta er ekki leiðin til að eyða jólakvöldinu.... ætla að fara að glápa á sjónvarpið ... það er miklu sniðugara
Bið ykkur vel að lifa í bili... sé kannski einhver ykkar á balli á morgun, þ.e. ef ég nenni að mæta annars óska ég ykkur gleðilegra áramóta og sé ykkur á nýju ári þ.e. ef ég hef mig ekki í að skrifa meira fyrir áramót
Krílið kveður
By the way.... Costa Rica nálgast.... úje

Jæja sælt veri fólkið og gleðileg jól allir saman.
Þessi jól hafa nú verið með þeim betri... mér tókst að hemja mig í átinu (er meira að segja svöng núna í augnablikinu) og fjölskyldan er búin að hafa það rosalega nice yfir jólin. Buddan er reyndar heldur léttari en venjulega en hvað gerir maður ekki fyrir þá sem maður elskar

Svo fékk maður náttúrulega fullt af pökkum og ekki að sjá að hófs hafi verið gætt í gjafavalinu þetta árið, helst ber að nefna heilsukodda, skó, tvennar buxur, tvenna boli, íþróttagalla, tvenna eyrnalokka, belti, make up kit, húfu, bók, boxhanska og ég veit ekki hvað... manni ætti ekki að skorta neitt í bráð allavega

Allir virðast líka nokkuð sáttir við gjafirnar sem ég gaf þessi jólin þó ég sé nú reyndar ekki búin að heyra frá öllum.... ég vona allavega að flestir séu sáttir nú ef ekki þá á nú ekki að vera mikið mál að skipta hlutunum

Any way... prófin hafa komið betur út en á horfðist, búin að fá einkunn í fjórum prófum af fimm og búin að ná þeim öllum


Annars voða lítið að frétta.... ég er ennþá sama ruglaða piparjunkan og ljóskan það lagast sennilega aldrei úr þessu en er það ekki bara í góðu lagi

Heyriði þetta er ekki leiðin til að eyða jólakvöldinu.... ætla að fara að glápa á sjónvarpið ... það er miklu sniðugara

Bið ykkur vel að lifa í bili... sé kannski einhver ykkar á balli á morgun, þ.e. ef ég nenni að mæta annars óska ég ykkur gleðilegra áramóta og sé ykkur á nýju ári þ.e. ef ég hef mig ekki í að skrifa meira fyrir áramót

Krílið kveður

By the way.... Costa Rica nálgast.... úje

þriðjudagur, desember 14, 2004
Jólakríli???
Jæja ég stend við gefin loforð um meiri skrif í dag. En það er samt ekkert meira að frétta af mér þannig lagað.... pestin er nú sem betur fer nánast farin
... er samt pínu skrítin ennþá en þegar ég fer að spá í því þá hef ég náttúrulega alltaf verið skrítin
Any way.... fyrsti dagurinn í fríi og hann var tekinn snemma og byrjað á að fara til tanna kl. 9:30... engin skemmd en mér var boðin tannhvítunarmeðferð sem kostar 25.000 kall og spurningin er á ég að splæasa í það ????? Hef alltaf verið með pínu gular tennur og ég man að ég öfundaði alltaf vinkonu mína þegar ég var krakki af því að hún var alltaf með svo hvítar tennur en ekki ég. Langar ofsa að fá hvítari tennur
en 25.000 kall er soldið mikið.... kostar samt 35-50.000 annars staðar.
Þetta á samt að duga í 3-4 ár og kostar bara 3-4000 að fríska upp á þegar liturinn fer að dökkna.
Any way... any way fór svo heim og tók smá þvottadag.... þvoði af rúmunum og fór svo að versla nokkrar jólagjafir
samt ekki hálfnuð með jólagjafakaupin...... en það verður klárað í vikunni. Svo á ég eftir að þrífa
og skreyta
og baka
og og og..... læra fyrir endurtekt
Ég er alveg að verða komin í jólaskap.... vonandi að þessi jól verði hvít og þá kemst ég svo innilega í jólaskap.... er svona að byrja að spila jólalögin og svona líka.... og svo finnst mér að við stelpurnar ættum að vera með jólaskvízuspjall eins og við Svandís vorum að ræða .... held það sé alveg möst sko.... er það ekki annars????
Any way.... læt þetta duga í bili.... greinilega ekkert markvert að gerast hjá mér þessa dagana
Krílið kveður bæjó
Jæja ég stend við gefin loforð um meiri skrif í dag. En það er samt ekkert meira að frétta af mér þannig lagað.... pestin er nú sem betur fer nánast farin


Any way.... fyrsti dagurinn í fríi og hann var tekinn snemma og byrjað á að fara til tanna kl. 9:30... engin skemmd en mér var boðin tannhvítunarmeðferð sem kostar 25.000 kall og spurningin er á ég að splæasa í það ????? Hef alltaf verið með pínu gular tennur og ég man að ég öfundaði alltaf vinkonu mína þegar ég var krakki af því að hún var alltaf með svo hvítar tennur en ekki ég. Langar ofsa að fá hvítari tennur


Any way... any way fór svo heim og tók smá þvottadag.... þvoði af rúmunum og fór svo að versla nokkrar jólagjafir





Ég er alveg að verða komin í jólaskap.... vonandi að þessi jól verði hvít og þá kemst ég svo innilega í jólaskap.... er svona að byrja að spila jólalögin og svona líka.... og svo finnst mér að við stelpurnar ættum að vera með jólaskvízuspjall eins og við Svandís vorum að ræða .... held það sé alveg möst sko.... er það ekki annars????

Any way.... læt þetta duga í bili.... greinilega ekkert markvert að gerast hjá mér þessa dagana

Krílið kveður bæjó
mánudagur, desember 13, 2004
It's alive
Jæja þá er maður vaknaður til lífsins aftur, prófin búin og einhver sá merkilegasti prófatími sem ég hef lennt í, í fyrsta lagi sennilega 80% fall sem er náttúrulega einstakur árangur út af fyrir sig, sökuð um svindl sem ég var auðvitað hreinsuð af, ætla ekki að fara að taka upp á því að svindla svona á gamalsaldri og svo með gubbupest í síðasta prófinu og sit þ.a.l. heima upp í sófa á meðan fellow laganemar eru á sótsvörtu djammi. Þó sárabætur að sýna er verið nú á þessari stundu Man.utd. - Fullham ... leikurinn var reyndar fyrr í dag en ég veit ekki úrslitin og í augnablikinu er staðan 0-0 en mínir menn náttúrulega eiga leikinn en þeir verða víst að skora.
Any way... lítið að frétta svo sem... ákvað að taka mér bara bloggfrí og þá meina ég FRÍ með stórum stöfum... er ekki einu sinni búin að lesa blogg í mánuð.... jæja kom ekki Alan Smith og reddaði málunum með þessum líka snilldar tilþrifum ... vá.... en já bloggfrí en núna er ég komin aftur til starfa og lofa að það líði ekki jafn langur tími fram að næstu skrifum. ´
Ætla samt að láta þetta gott heita í bili, leikurinn aðeins of spennandi og ég skrifa meira á morgun
Krílið kveður
Jæja þá er maður vaknaður til lífsins aftur, prófin búin og einhver sá merkilegasti prófatími sem ég hef lennt í, í fyrsta lagi sennilega 80% fall sem er náttúrulega einstakur árangur út af fyrir sig, sökuð um svindl sem ég var auðvitað hreinsuð af, ætla ekki að fara að taka upp á því að svindla svona á gamalsaldri og svo með gubbupest í síðasta prófinu og sit þ.a.l. heima upp í sófa á meðan fellow laganemar eru á sótsvörtu djammi. Þó sárabætur að sýna er verið nú á þessari stundu Man.utd. - Fullham ... leikurinn var reyndar fyrr í dag en ég veit ekki úrslitin og í augnablikinu er staðan 0-0 en mínir menn náttúrulega eiga leikinn en þeir verða víst að skora.

Any way... lítið að frétta svo sem... ákvað að taka mér bara bloggfrí og þá meina ég FRÍ með stórum stöfum... er ekki einu sinni búin að lesa blogg í mánuð.... jæja kom ekki Alan Smith og reddaði málunum með þessum líka snilldar tilþrifum ... vá.... en já bloggfrí en núna er ég komin aftur til starfa og lofa að það líði ekki jafn langur tími fram að næstu skrifum. ´

Ætla samt að láta þetta gott heita í bili, leikurinn aðeins of spennandi og ég skrifa meira á morgun
Krílið kveður
