sunnudagur, nóvember 07, 2004
Já þá er maður kominn heim úr höfuðborg Norðurlands og óhætt að segja að ferðin hafi verið stakasta snilld frá upphafi til enda.
Ég mætti galvösk í Furulundinn um kl. 17:30 á föstudaginn, eftir þriggja og hálfs tíma akstur um holt og hæðir.



Any way í bíó var haldið á stórmyndina Ladder 49

Laugardagurinn var uppbyggilegur... vaknað á hádegi, farið í sund - helvíti nice


Any way, þegar við náðum loksins að slíta okkur frá pílukastinu og teiknimyndunum þá fórum við og fengum okkur að eta á Götugrillinu... snilldar veitingarstaður, sjúklegur matur. En þar sem klukkan var orðin tíu loksins þegar við vorum búnar að eta þá drifum við okkur til Beggu og náðum í áfengið okkar og tókum kraftgöngu heim til Óskar þar sem kósý partý var í gangi. Mér tókst að hneyksla fólk eins og venjulega með mikilli drykkju en það voru víst ekkert rosalega lengi að hlaðast upp tómu flöskurnar fyrir framan mig, fólk heldur örugglega að ég sé á góðri leið með að verða alki svona við fyrstu kynni.



Held samt að fyrirlestur minn um gildi hjónabandsins hafi ekki virkað á hann, hef sterkan grun um að ein af aðdáendahóp hans hafi kíkt á pípulagnirnar á hótelherberginu hans

Hann bauðst meira að segja til að taka hringinn af sér ef mér liði betur við að fara með honum þannig... hvað er með fólk í dag.... afhverju er bara ekki hægt að vera trúr sínum maka... ja maður spyr sig

Any way... dagurinn í dag fór svo bara í svefn, pílukast, keyrslu og nú lærdóm... gaman gaman
Sem sagt... snilldar helgi að öllu leyti og á ég pottþétt eftir að kíkja á Beggu gellu aftur við fyrsta tækifæri

Krílið kveður.... góða nótt

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Hvernig læknar maður svefnsýki.... ég hreinlega get bara ekki vaknað á morgnana lengur... slekk bara á klukkunni og sef áfram án þess að muna neitt. Ef ég ætti ekki svona góða foreldra sem hugsa um mig á gamalsaldri þá myndi ég bara ekkert mæta í skólann þessa dagana

Þetta er þræl alvarlegt ástand þar sem ég á endalaust mikið eftir að læra til að vinna mig upp fyrir próf sem by the way nálgast allt of hratt.
En svona til að gleyma því þá stefni ég á að kíkja á höfuðborg Norðurlands um helgina... leggja af stað í goody fýling á föstudag og kíkja á Beggu gellu og Ósk skvízu og bera saman djammstaði höfuðborga landsins þ.e. Akureyri og Akranes
Planið er að skella sér á sveitaball og kaffihús og í partý og meira sniðugt.... upphaflega var nú planað að fara í hópferð en mér sýnist nú allt stefna í að það verði bara ég og mínir persónuleikar sem enda með því að fara .... Party poops Nei bara djók ... ég vona að hinar gellurnar ákveði að mæta líka... þá verður miklu skemmtilegra
Ég var að spá í að koma með einhver vitsmunaleg comment um bandarísku forsetakosningarnar en ég held ég haldi bara kjafti.... mér er orða vant á þessari vitleysu , læt Svandísi bara um að ræða þessi málefni á sinni síðu, enda er ég bara að læra að verða aumur lögfræðingur.
Eldgosið er hins vegar eitthvað sem mér finnst voða spennandi... Samkvæmt mbl.is barst Flugmálastjórn skeyti frá sænsku veðurstofunni í nótt þar sem tilkynnt var um gosmökk sem náði frá 15 þúsund fetum og upp í 50 þúsund feta hæð yfir sunnanverðri Skandinavíu.
Þetta er sko alvöru.
Æji ég nenni ekki meiru.... alveg að verða biluð á þessu öllu saman.... hei tíminn er líka búinn og þá tekur verkefnavinna við
Krílið kveður .... party party