<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, september 05, 2007

Fjúff....

Já það er allavega ekki hægt að kalla mig lötu stelpuna lengur... allavega ekki svona á milli 8 og 18 á daginn stundum ekki einu sinni fyrr en eftir 22.
En það er búið að vera nóg að gera í vinnunni þessa vikuna sem var heldur betur breyting frá síðustu viku og samt er alltaf sagt við mig já á meðan það er svona rólegt hjá þér, geturu ekki kíkt á þetta fyrir mig og þetta og þetta... þannig að mig hlakkar til að vita hvernig það verður þegar það verður ekki rólegt hjá mér :D En það er samt bara gaman... dagurinn líður allavega mjög hratt og það eru bestu merki þess að það er gaman í vinnunni.... hef líka fengið mjög skemmtileg mál til skoðunar.

Annars er lítið að frétta, hef náttúrulega bara verið að vinna þannig að ég læt þetta bara duga í bili... frekar dull blog ég veit en ég reyni að bæta úr því við tækifæri.

- Krílið -

föstudagur, ágúst 24, 2007

Blogg segiði....

Latastelpan er orðið sem hefur verið einna helst lýsandi um ástand mitt þetta sumarið en frá og með þessum degi verður breyting á, stelpan komin með vinnu og farin að lögfræðast í banka. Fyrsti dagurinn í vinnunni í dag og var hann rólegur og fínn en grunar mig samt að það sé bara lognið á undan storminum, held að ég komi til með að þurfa að hafa mig alla fram til að hafa undan verkefnum, en það er einmitt það sem ég þarf á að halda, var bara ótrúlega heppinn að komast í svona starf ekki með meiri reynslu þannig að það er bara gott mál.

Íslandsferðin var frábær, heldur stutt þó, náði ekki að heimsækja nærri því alla og suma minna en ég ætlaði mér, en svona er þetta maður þakkar bara fyrir að ná að koma aðeins heim. Brúðkaupin voru æðisleg, bæði tvö, veislustjórnin var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir í seinna skiptið en þó engin stórkostleg mistök, helmingurinn stóð sig allavega með prýði. Litli kútur fékk líka fallega nafnið sitt og sem betur fer fékk hann ósköp fallegt íslenskt nafn sem ég þurfti ekki að spurja hvernig ætti að stafsetja.

Þannig að hér er allt í lukkunnar standi svona fyrir utan öfundsýki mína í garð minns heittelskaða sem er að fara til Manchester á sunnudaginn á leik þar sem hann fékk gefins miða ... ég er sko voða ánægð fyrir hans hönd en svona af því að ég er dekurdós þá finnst mér hálfglatað að vera ekki að fara með ... en ég fæ sennilega smá sárabót í október, vonandi allavega, fer þá sennilega til Barcelona á leik þar.

En ætli maður láti þetta ekki duga í bili, vil ekki ofgera mér eftir svona langt hlé...

Later
- Krílið -

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Þvílík upplifun....

Jæja þá er maður orðinn árinu yngri og verð ég að segja að afmælisdagurinn í gær var með þeim betri. Ég svaf út reyndar bara eins og venjulega og svo tóku við símsvaranir og sms, msn og myspace samskipti fram eftir degi sem varð til þess að tíminn leið mjög hratt.

Halldór var svo búinn að panta borð á veitingahúsi sem ég mátti ekki vita hvar væri en fékk þá vísbendingu að það væri í öðru landi, reyndist það vera Michelin* staður í litlu sveitaþorpi í Frakklandi (tók samt bara korter að keyra) og heitir staðurinn La Lorraine ( http://www.la-lorraine.fr/ ) Yndislegur staður og bað ég um að fá að sitja úti þar sem veður var gott. Verð að viðurkenna að ég saknaði sveitarinnar heima töluvert við það þar sem við fengum sæti úti í rosalega fallegum garði og svo voru traktorar keyrandi um og lítill svona pulsuhundur var á röltinu í kringum okkur og plantaði sér svo bara við hliðina á mér, bara yndislegt ;0)

Við ákváðum að fá okkur svona fimm rétta matseðil sem var þar í boði og sáum við aldeilis ekki eftir því þótt við höfum verið pínu efins í fyrstu, á matseðlinum stóð að það ætti að vera einhver sardínuréttur fyrst, svo Foie Gras Crème brûlé, svo átti að vera eitthvað lambakjöt, þar á eftir ostar og að lokum eitthvað pistasíu coco dæmi. Með þessu pantaði ég svo Bordeaux rauðvín sem heitir Château La Tour Du Pin Figeac, er Grand Cru Classe, frá St Emilion, árg. 2000.

Fyrst kom rauðvínið og ég hef sjaldan fengið jafn gott rauðvín enda eru þeir með flottan vínkjallara þarna, meira að segja Halldór gretti sig óvenju lítið þegar hann smakkaði það.

Síðan var komið með lítinn disk með þrem sardínum með mismunandi fyllingum, mjög fallega upp raðað, reyndist bara vera nokkuð gott en við tókum þá ákvörðun samt að borða ekki hausinn og sporðinn.

Næst var komið með disk sem var með þremur smáréttum á, í fyrsta lagi var um að ræða kjöt í hlaupi, sem minnti mig nú bara á sviðasultu og fannst mér það bara mjög gott (Halldór var ekki jafn hrifinn), í öðru lagi var svona lítill staukur með einhverju papriku/tómatpurre blöndu, það reyndist vera mjög gott og í þriðja lagi var svona lítill brauðbiti með einhverskonar smurosti og skinku oná sem var líka mjög gott.

Þar sem sardínur höfðu verið á matseðlinum þá héldum við að við værum búin að fá fyrsta réttinn og smáréttirnir hefðu bara verið einhver svona bónus viðbót en nei nei þegar hann kom og tók diskana hjá okkur sagði þjónninn: ,,Now we can start". Þessir tveir réttir höfðu sem sagt báðir verið bónus því næst var sardínurétturinn sem var á matseðlinum borinn á borð, var það sardína í einhverskonar pönnuköku og með einhverri fyllingu, var bara alveg ágætt.

Næst kom svo Foie Gras Crème brûlé dæmið.... OMG hvað það var gott, namm namm namm, get því miður ekki líst því nánar þetta var svo sérstakt og einstaklega gott.

Þá var komið að kjötinu, sem var lambakjöt (kann ekki á partana á svona kjöti en það stóðu svona þrjú rifbein út úr því :D) og það var steikt upp úr einhverju raspi/deigi sem var svakalega gott og með var borið fullt af sveppum af dýrari gerðinni (engir ora sveppir úr dós takk fyrir) en þeir sem þekkja mig vel vita að ég er nú ekki mikil sveppa manneskja en þessir voru nú bara alls ekkert svo slæmir ... ég týmdi þó eiginlega ekki að borða þá með kjötinu því kjötið var bara það gott að hægt var að borða það bara án meðlæti.

Nú jæja... næst voru það ostarnir og þá missti Krílið sig soldið :Þ Þjónninn mætti á svæðið með stóran ostavagn með fullt af mismunandi osttegundum, og mátti maður velja sér eins margar tegundir og maður vildi. Ég var nú mikið að spá í að velja mér einn af hverjum en kunni svo ekki við það þannig að ég endaði í einhverjum sex tegundum og sem betur fer fékk ég mér ekki fleiri því ég var að verða annsi södd... en þarna skyldi ég fullkomlega hugtakið ostar og rauðvín, það sem þetta var gott... nammi namm.

Jæja þá var komið að lokaréttinum sem var einhver pistasíu búðingur með einhverri sósu og ananas ... sjúklega gott. Þetta reyndist hins vegar ekki alveg vera lokarétturinn því svo var komið með fulla skál af smákökum, þrem tegundum og boðið upp á kaffi sem við reyndar afþökkuðum en ég smakkaði þó tvær smákökur og önnur þeirra var mjög góð en hin bara allt í lagi.

Ég vægast sagt rúllaði út af staðnum ég var svo södd, þvílík upplifun ég segji ekki annað, klukkan langt gengin í ellefu þegar við komum út og við byrjuðum að borða kl. átta. Þetta var alveg magnað. Þetta er líka það sem frakkarnir eru snillingar í og get ég alveg staðfest það.

En jæja... held ég hafi aldrei skrifað svona langt blog, hvað þá um eina kvöldmáltíð :D
Það er best að fara að gera klárt fyrir Amsterdam ferðina, ætlum að leggja af stað um kl. 19 í kvöld. Ég blogga kannski um það eftir helgi.

Krílið kveður
Ciao

laugardagur, júlí 07, 2007

Bloggi blogg...

Fínt að nota svona tíman á meðan kallinn er í golfi til að blogga, sérstaklega þar sem ég get ekki byrjað að elda strax... er orðin svo mikil húsmóðir... endalaus tilraunastarfsemi í gangi... en það er bara gaman (samt nauðsynlegt að eiga pizzu eða eitthvað sniðugt í frystinum ef hlutirnir klikka :Þ)

Annars er ekki mikið að frétta... erum alltaf að fylgjast með flugförum heim í ágúst... fáránlega dýrt að koma heim á þessum tíma greinilega, bara silly. Mjög jákvætt samt að Icelandexpress ætli að fara að fljúga tilraunarflug til Lúx ... vona svo innilega að það verði varanlegt, svo mikið af Íslendingum hérna sem myndu pottþétt fara oftar heim til Íslands ef það væri beint flug héðan á góðu verði, reyndar skilst mér að skattarnir séu eitthvað stórkostlegir á þeim flugförum en ég hef ekki tékkað á því sjálf þar sem við erum ekki búin að ákveða hvort við komum eitthvað heim milli ágúst og desember fyrst ferðin í ágúst verður svona dýr, svo er náttúrulega allt óljóst ennþá hvort ég fái einhverja vinnu o.s.frv. ... Kemur allt í ljós.

Annars er búið að vera áhugavert að fylgjast með fótboltafréttum upp á síðkastið... sérstaklega fyrir mig sem er fædd í Keflavík en Skagamaður að öðru leiti ... leiðindarmál fyrir bæði liðin verð ég að segja, bæði lið eiga held ég jafna sök á málinu... ljótur blettur... en verst hefur mér þótt að fylgjast með umræðunni sem fylgdi í kjölfarið, ásakanir á báða bóga, ljótar blogg færslur og brjálæði... vona að það mæti ekki margir Keflvíkingar á Írsku dagana á Skaganum, og þá síst á Lopapeysuna því ef ég þekki Skagamenn og Keflvíkinga rétt (þekki ágætlega til á báðum stöðum) þá eru alltaf ákveðnir aðilar sem leita upp slagsmálin og hvað er betri ástæða til slást yfir en fótbolti. En oftar en ekki enda slík slagsmál með ósköpum, spítalavist og fangavist. En það er best að vera ekki of svartsýn... kannski halda sig bara allir á mottunni í kvöld... ??? (Ekki líklegt)

Hei svo setti ég persónulegt met í gær í ræktinni... einstaklega dugleg og ógó stolt af mér en eftir á að hyggja var kannski ekki svo sniðugt að tapa sér í ræktinni þegar maður er búinn að vera með mallapínu, var allavega frekar slöpp í gærkveldi... ælandi og svona skemmtilegheit :-S Vonandi komin yfir það núna... og þá er voða voða sniðugt að elda rótsterkan kjúklingarétt :Þ

En ég ætla að láta þetta duga í bili....
Krílið biður að heilsa
Ta TA

laugardagur, júní 30, 2007

Jæja látum reyna á það...

Það er best að standa við gefin loforð og hefja blog að nýju um líf mitt í nýju landi.
Þannig er reyndar mál með vexti að ég hef nú ekki frá svo miklu að segja, líf mitt hér er hálf viðburðarlaust, ég sit aðallega á daginn og læt mér leiðast þar til prince charming kemur heim úr vinnunni og bjargar mér frá leiðindunum ;0)

Ég hef sem sagt enn ekki fengið neitt að gera hérna en er að setja allt á fullt við að reyna að finna vinnu, gengur ekki lengur að hanga svona og gera ekki neitt.. ekki gott fyrir heilsuna.

Kallinn fór svo til Íslands um síðustu helgi og þá var ég ein hérna úti, það var reyndar ekki eins slæmt og ég hélt enda var hann ekki svo lengi, ég fór bara og púlaði í ræktinni, kíkti svo í mat til vinafólks okkar hérna úti og þaðan á útitónleika sem voru þar í nágrenninu, misstum reyndar af the Hives en náðum Queens of the Stoneage og the Killers... varð nú ekki fyrir vonbrigðum með drottningarnar og morðingjarnir voru fínir en við ákváðum samt að fara fyrr þar sem það var komið ískyggilega mikið af eldingum í kring, enda rétt sluppum við til baka áður en það kom hellidemba, svo keyrði ég heim í þvílíkri rigningu og eldingarnar allt í kring, mjög kúl.
Síðan var bara húsið þrifið hátt og lágt þar til kallinn kom aftur... og svo ég monti mig aðeins þá keyrði ég alein heim af flugvellinum og keyrði svo ein þangað aftur til að ná í hann, þvílíkt dugleg... þurfti meira að segja að keyra á hraðbrautum og allt... ógó stolt af mér ;0)

En núna þarf ég að fara að elda... kallinn er í golfi svo það er best að vera tilbúin með matinn á borðið þegar hann kemur heim... leika duglegu húsmóðurina svona einu sinni :-Þ

Krílið kveður í bili
kossar og knús

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Nett pirruð...

Frekar pirrandi þegar maður keyrir alla leið suður til að fara í tíma og kemst síðan að því að það er ekki tími og tilkynning um það kom korter fyrir tímann... ekkert verið að hugsa um okkur sveitalubbana.

En annars er bara allt gott að frétta... París var frábær... nýttum tíman vel í að labba um og skoða og borða góðan mat... hitti líka Andreu mína og það var náttúrulega hreint út sagt frábært ;0)

Hey sá líka Monu Lisu í þetta skiptið :D nú þarf ég ekki lengur að skammast mín fyrir að segjast hafa farið í Louvre en ekki séð Monu Lisu... ekki að þetta hafi verið eitthvað merkilegt... ég reyndar bjóst við að hún væri minni þar sem allir tala um hvað hún sé lítil ... finnst þetta nú bara alveg eðlileg stærð af svona mynd...

Annars er margt þarna sem er mun skemmtilegra að skoða eins og múmíur og svona gamalt dót... maður þyrfti alveg viku þarna til að geta skoðað allt... en maður fer þá bara aftur seinna.

En já jæja ég ætla að kíkja í bóksöluna og kaupa eina bók og athuga í leiðinni hvort ég finni einhverjar heimildir fyrir allar þessar ritgerðir sem ég er að fara að skrifa... stress stress stress.

Krílið kveður... ekki svo pirruð lengur... meira bara stressuð.

föstudagur, febrúar 16, 2007

Tvo daga í röð!!!

Kannski ekki beint til að hrópa húrra fyrir þar sem ég sit núna kl. 01:38 á hótelherbergi 502 á hótel Sögu... heyri Bogomil Font og Bjarna Ara og Milljónamæringana spila niðri öðrum hótelgestum sennilega til mikilla ama en svona er það bara... fólk verður að fá að halda sína árshátíð. Já ég sem sagt ákvað að láta þetta gott heita í kvöld, finnst eiginlega merkilegt hvað ég hef náð að halda þetta lengi út miðað við svefnlausa nótt og langt frá því góða heilsu... fín árshátíð í alla staði og ég meira að segja var bara nokkuð sæt og fín þrátt fyrir almennan slappleika og stíflað nef.

Sit hérna og læt líða úr löppunum á mér... dansaði bara nokkuð mikið meira að segja... er samt mikið að spá í að fara að fá mér smá hóstasaft og reyna að sofa eitthvað... veit ekki hversu vel það á eftir að takast... ætli maður reyni ekki að vakna í morgunmat og svona... Bryndís á víst að mæta í vinnu á morgun ... spurning hvenær hún láti sjá sig... hún var að byrja í dansfílingnum... öss hækka þeir ekki bara í græjunum núna... dj-arnir sennilega teknir við... núna fer einhver og kvartar hahaha :D

En já svefninn kallar...

DjammKrílið þreytt

Nacht nacht.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com